Frábærar upplifanir í vetur
Allir geta snorklað
Komdu með hópinn þinn til okkar
Lærðu að kafa með Sportköfunarskóla Íslands
Aðrar spennandi ferðir og námskeið
Upplifðu Silfru og fleiri staði með okkur!
Snorkl- og köfunarferðir eru okkar ástríða
Sportköfunarskóli Íslands var stofnaður árið 1997 til þess að kenna fólki að kafa og hefur haldið fjölmörg köfunarnámskeið í gegnum tíðina. Við byrjuðum fljótlega að fara með innlenda og erlenda kafara að kafa í Silfru, sem er einn af okkar uppáhalds köfunarstöðum nálægt Reykjavík. Við elskuðum að deila þessum ótrúlega köfunarstað með nýjum og gömlum vinum. Tíminn leið og smám saman fóru kafararnir okkar að deila frábærri reynslu sinni af ferðum í Silfru þannig að hún varð heimsþekktur köfunarstaður. Við erum stoltir leiðtogar á þessu sviði á Íslandi og förum nú daglega margar köfunarferðir og snorklferðir á Silfru og aðra stórbrotna köfunarstaði. Okkar frábæra starfsfólk er allt með hæstu PADI köfunarréttindi og drifið áfram af ást og virðingu fyrir íslenskri náttúru, undirdjúpunum og hvert öðru. Við erum þar að auki 5 stjörnu PADI köfunarmiðstöð en PADI eru virt köfunarsamtök og gefa út flest köfunarréttindi í heiminum.

Við erum nr. 1 á TripAdvisor
DIVE.IS - Sportköfunarskóli Íslands er í 1. sæti yfir allar 430 ferðir frá Reykjavík og í 1. sæti af öllum 305 útivistarferðum frá Reykjavík á TripAdvisor. Að auki var okkar Snorkl í Silfru ferð í 4. sæti yfir allar upplifanir í heiminum á TripAdvisor 2019 og efsta snorkl ferðin. Við erum mjög stolt af því. Við erum fjölskyldufyrirtæki með starfsfólk sem hefur verið lengi hjá okkur og elskum að skoða náttúru Íslands í gegnum köfun og snorkl. Okkur um umhugað um hvern einasta gest sem kemur í ferð með okkur og erum mjög glöð að það endurspeglast í +5500 umsögnum um okkur á TripAdvisor.

Silfra
Það er ekki að ástæðulausu að Silfra er heimsþekktur köfunarstaður. Vatn úr Langjökli tekur sér langan tíma að renna í gegnum basalt hraunið á Þingvöllum og
er því óvenju tært, við segjum að það sé tærasta vatn á jörðinni. Silfra er staðsett á svæðinu milli flekanna þannig að kafarar geta snert tvær heimsálfur. Kafarar og snorklarar ferðast hvaðanæva að úr heiminum til þess að upplifa þessar einstöku aðstæður í undirdjúpum Silfru.
Við notum vefkökur ('cookies') til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar og súkkulaðikökur til að bæta upplifun þína á ferðum með okkur. Með því að halda áfram að nota þessa vefsíðu ert þú að sammþykkja notkun á vefkökum eins og fram kemur í okkar Persónuupplýsingar.