Max 6 manns

A family of snorkelers entering Silfra with their guide Stefano

Snorkl ferð fyrir litla hópa og fjölskyldur

Persónulegri ferð fyrir þig og þína nánustu

Persónulegri ferð fyrir þig og þína nánustu

Einstakt tækifæri til að heimsækja Silfru án troðnings!

Njóttu þess að fljóta um í tærasta vatni í heimi og fljóta á milli tveggja heimsálfa! Snorkl ævintýri í Silfru á Þingvöllum er ógleymanlega stund þar sem þú upplifir leyndardóma undir yfirborðinu. Þessi ferð með DIVE.IS var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019.

Við segjum stolt frá því að við getum boðið upp á ferðir í hæsta gæðaflokki á Silfru. Við skulum segja þér af hverju:

  • Við erum með stóran, upphitaðan bíl þar sem þú getur skipt um föt í skjóli frá veðri og vindum.
  • Eftir snorkl ferðina hitum við þig upp með kakó og smákökum.
  • Allir leiðsögumennirnir okkar eru reyndir atvinnu PADI kafarar og hafa farið í gegnum þjálfun áður en þeir fara með þig í Silfru

Snorkeling ferðin okkar í Silfru er einstök upplifun fyrir þig og þínu nánustu. Silfra er þeim eiginleikum gædd að vera með einstaklega tært vatn þar sem þú hefur allt að 100 metra skyggni. Undir yfirboðinu leynist dáleiðandi heimur sem á sér engan líkan í heiminum. Silfra liggur á milli tveggja jarðfleka, Norður Ameríkuflekans annarsvegar og Evrasíuflekans hinsvegar. Í Silfru er jökulvatn sem hefur tekið áratugi að síast neðanjarðar í gegnum hraunið sem skilur Þingvelli frá Langjökli. Vegna þessarar síunar er Silfra með einstaklega tært vatn sem gerir okkur kleift að sjá niður á botn frá yfirborðinu.

Þessa ferða þarf að panta og þannig getur þú bókað þinn eiginn leiðsögumann sem tekur allt að 6 manns.
Við munum veita þér persónulegri upplifun í burtu frá troðningnum. Þetta er alveg ógleymanleg ferð tilvalin fyrir alla fjölskylduna!

Þegar þú kemur að Silfru á Þingvöllum mun leiðsögumaðurinn ykkar taka á móti ykkur. Hann mun hafa þurrgallana ykkar og snorkl búnað tilbúin. Leiðsögumaðurinn mun útskýra og aðstoða ykkur við að klæða ykkur í þurrgallan og hvernig á að nota búnaðinn. Við notum hágæða þurrgalla frá BEAR sem halda þér þurrum og hlýum á meðan þú flýtur um í köldu vatninu.

Eftir að allir eru tilbúnir er gengið að Silfru (um 3 mínútna göngufæri frá bílastæðinu) þar sem þú munt snorkla í um 30 mínútur. Í ferðinni muntu fara í gegnum fjóra hluta Silfru. Þú byrjar á því að fara í gegnum Stóru Sprunguna, sem er grannasti parturinn af Silfru, en á þessu svæði eru flekaskilin svo lítil að ef þú værir að kafa þá gætir þú synt á milli þeirra og snert báða fleka á sama tíma. Smám saman víkkar gjáin og við komum að Salnum. Í Salnum koma fram fegurstu litir Silfru og skyggnið sýnist óendanlegt. Á vissum stað í Salnum, getur þú séð alla leiðina inn að Þingvallavatni, sem er í 150 metra fjarlægð. Eftir grynningarnar kemur þú að Dómkirkjunni sem nær niður á 23 metra dýpi. Sumir hafa það á orði að þeim líði eins og þeir séu að fljúga þegar að komið er í Kirkjuna. Að lokum kemur þú í Lónið, þar sem þú getur leyft þér að fljóta um og skoða litríku þörunganna sem lifa þar.

Að ferðinni lokinni mun leiðsögumaðurinn ganga með ykkur til baka að bílastæðinu og hjálpa ykkur að fara úr búnaðinum. Síðan verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.

Verðið á ferðinni byggist á 1-6 manna hóp.
Þessi ferð gerir ráð fyrir því að leiðsögumaðurinn hitti hópinn beint á Silfru á Þingvöllum. Ef hópnum ykkar vantar skutl til og frá Reykjavík endilega hafið samband og við munum gefa ykkur tilboð.

animprobablelife 22.11.2018
One of the most memorable experiences of my life

THIS IS A MUST DO IN ICELAND. It’s amazing that you get to snorkel in water that took 50 years to flow into the fissure from the glacier (you get to drink it too). You’re snorkelling in between two tectonic plates which really is a one of a kind experience. The guys at Dive.is were timely with the pick up and kept us entertained the whole way. They help you with all the equipment so no stress if you haven’t snorkelled before. Our guide Jonas was super friendly and chill, and gave us a really informative briefing before we went into the water. Yes, it’s chilly but the view is amazing you really don’t notice the cold. This was without a doubt one of my favourite memories in Iceland.

tripadvisor-logo.png

Nánari upplýsingar

  • Ferðin er í boði eftir pöntun

  • Ferðin tekur um það bil 3,5 tíma, 5 tíma ef bókuð er ferð með akstri

  • Aðeins 6 manns með hverjum leiðsögumanni

  • Verðið er byggt á 1-6 manna hóp

Frá ISK 128.990

Vinsamlegast mætið með:

  • Föðurland - buxur og bol eða þykk undirföt
  • Ullarsokka
  • Fatnað sem hentar veðri
  • Augnlinsur ef þið notið gleraugu að staðaldri

Innifalið í verðinu:

  • Leiðsögn um Silfru
  • Allur nauðsynlegur búnaður til þess að Snorkla
  • Heitt súkkulaði og súkkulaði smákökur eftir ferð
  • Silfru gjald (1500 kr á mann)

This is a semi-private tour, available only as self-drive. We also have fully private tours, with and without pick up, for those that want to snorkel in private

This tour is depending on availability. If we are able to go on the requested date and time, we will confirm the booking and send you a payment link for the total amount.

dive.is-silfra-popular-times

POPULAR TIMES AT SILFRA

Loading...
  • visa.png
  • mastercard.png

Öryggisreglur

Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:
  • hafa lesið Snorkeling Silfra Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðina PDF

  • hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að kafa í Silfru ef þú ert 60 ára eða eldri PDF

  • Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu í byrjun ferðar PDF

  • vera minnst 150 cm eða mest 200cm

  • vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg

  • passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar PDF

  • vera 12 ára

  • vera öryggur í vatni og kunna að synda

  • líkamlega og andlega heilbrigðir

  • vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla

  • geta talað ensku

  • ekki vera barnshafandi

Timeline of your tour

Taktu minningarnar með þér heim

Upplifðu ferðina

Loading YouTube Player...

Leiðsögumenn í þessari ferð

ÞÚ MUNT SNORKLA HÉR

Silfra

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
801 Selfoss

Open in Google Maps

Algengar spurningar

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á ÞESSU