iceland_day_3_silfra_andersnyberg-76-1.jpg

Byrjendanámskeið

hjá Sportköfunarskóla Íslands

Náðu þér í köfunarréttindi sem þú hefur til lífstíðar, þau eru þinn miði að leyndardómum undirdjúpanna! Vegna COVID-19 erum við með ótrúlegt tilboð í maí, júní og júlí: 30% af námskeiðum. Nú er rétti tíminn til að læra að kafa!

Sportköfunarskóli Íslands hefur kennt fólki að kafa síðan 1997, en DIVE.IS er auðveldara fyrir erlenda ferðamenn. Við erum stolt af því að vera 5 stjörnu PADI Dive Center, enda eru PADI virt samtök sem gefa út flest köfunarréttindi í heiminum.

Þessir kennarar gætu kennt námskeiðið þitt
utlandapakkinn2-400x266-q80.jpg

Fyrir ævintýragjarna

Lærðu heima, kláraðu í sólinni
 • PADI E-learning rafrænt námskeið
 • Sundlaugarkafanir 1-5
 • Tilvísun (referral réttindi)
 • Kafanir í vatni eða sjó 1-4
 • Köfunarréttindi (Open Water)
 • Þurrbúningaréttindi
 • Köfun í Silfru
padi-open-water-diver-course-pool-session-iceland-400x300-q80.jpg

Fyrir byrjendur

30% af í maí, júní og júlí
 • PADI E-learning rafrænt námskeið
 • Sundlaugarkafanir 1-5
 • Tilvísun (referral réttindi)
 • Kafanir í vatni eða sjó 1-4
 • Köfunarréttindi (Open Water)
 • Þurrbúningaréttindi
 • Köfun í Silfru
vikingapakkinn4-400x300-q80.jpg

Fyrir Víkinga

30% af í maí, júní og júlí
 • PADI E-learning rafrænt námskeið
 • Sundlaugarkafanir 1-5
 • Tilvísun (referral réttindi)
 • Kafanir í vatni eða sjó 1-4
 • Köfunarréttindi (Open Water)
 • Þurrbúningaréttindi
 • Köfun í Silfru

Útlanda pakkinn!

Lærðu bóklega hlutann heima, kláraðu kafanir erlendis

Þessi útlanda pakki er einstakt tækifæri til að gera fríið ennþá betra! Í þessum pakka klárar þó bóklega hlutann með sérstöku PADI Elearning ásamt því að gera allar æfingar með okkur í sundaug. Að því loknu getur þú svo farið erlendis og klárað fjórar Open Water kafanir í hlýjum og litríkum sjó. Með því að klára bóklega hlutann á heimasíðu PADI hefur þú eitt ár til þess að klára verkelga hlutann, því er þetta tilvalið til að krydda upp fríið.

ISK 34.990

Almenni pakkinn

BYRJENDANÁMSKEIÐ Í KÖFUN – LÁTTU DRAUMINN RÆTAST!

Við hjá DIVE.IS tökum vel á móti þér og kennum þér að kafa. DIVE.IS er fyrsta og eina köfunarfyrirtækið á Íslandi sem er fimm stjörnu PADI Dive Center köfunarmiðstöð. Taktu PADI Open Water köfunarnámskeiðið í náttúru Ísland og leggðu grunninn að köfunarævintýrum þínum. Námskeiðið tekur þrjá daga; föstudag, laugardag og sunnudag. Að námskeiðinu loknu munu þeir nemendur sem hafa klárað bóklega og verklega hlutann af námskeiðinu verða vottaðir sem PADI Open Water kafarar og geta kafað niður á 18 metra dýpi með köfunarfélaga án leiðbeinanda eða kennara hvar sem er í heiminum. Köfunarskírteinið gildir til lífstíðar og er alþjóðlega viðurkennt með ISO stuðli. Skoðaðu PADI Open Water köfunarnámskeiðið nánar

ISK 119.990 ISK 83.993

Allt á einum stað!

Lærðu að kafa eins og sannur Víkingur

Við höfum sett saman æðislegan pakka sem inniheldur tvö köfunarréttindi og köfun í hinni vinsælu Silfru!
Við höfum sett PADI Open Water og PADI Dry suit námskeiðin saman og þannig slærðu tvær flugur í einu höggi! Við endum svo þetta frábæra 4 daga námskeið með köfunarferð í Silfru eins og alvöru Víkingar.

ISK 159.990 ISK 111.993

Algengar spurningar

Þú gætir haft áhuga á þessu