dive-website-aurora-basecamp-events-fire.jpg

Aurora Basecamp Kúlurnar

Huggulegur og einstakur salur fyrir viðburðinn þinn

Aurora Basecamp

Fyrir starfsmannaviðburði, afmælisveislur, reunion, vinnustofur, jólahlaðborð, árshátíðir og svo mætti lengi telja. Einstakt umhverfið býður upp á óteljandi möguleika.

Verð frá 90.000 kr. Verðið miðast við stærð hóps og tímalengd. Endilega hafðu samband í tölvupósti dive@dive.is eða í síma ef þú hefur áhuga á að vita meira eða bóka

Kúlurnar í Hafnarfirði eru staðsettar í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík á Krýsuvíkurveginum. Þú keyrir úr skarkala borgarinnar og inn í víðerni Reykjanessins með sínum hraunbreiðum og grófu fegurð.

Kúlulaga hönnunin gerir það að verkum að stemmningin er öðruvísi en í öðrum veislusölum, og rýmið frábært fyrir öðruvísi veislur og viðburði.

Veislurýmið er 150 m2 að flatarmáli með sætum og bekkjum fyrir 80 - 100 manns. Gestir geta nýtt sér skjávarpa, sýningartjöld og hljóðkerfi.

Í miðju rýminu er kamína sem skapar notalega stemmningu. Mjúkar gærur þekja bekki og sæti sem eykur á huggulegheitin. Stór gluggi á hlið kúlunnar hleypir deginum og útsýni yfir hraunið, eða næturhimninum, inn til gestanna. Þetta er tækifæri til að tengjast íslensku náttúrunni og er einstök upplifun fyrir þá sem inni sitja.

Hraunið umhverfis Kúlurnar er frábært svæði til þess að njóta útiveru í góðum félagsskap. Þessi fyrrum hraunnáma hefur verið löguð þannig að það er slétt undir fæti og eldstæði og bekkir liggja í góðum skjólbollum í hæfilegri fjarlægð frá tjöldunum. Gestir geta þar kveikt varðeld og notið hins óvenjulega og fallega útsýnis um hraunbreiðurnar og víðernin allt í kring.

Á dimmum vetrarkvöldum er hægt að njóta norðurljósanna og næturhiminsins án ljósamengunar frá borginni.

Kúlurnar henta einstaklega vel fyrir öðruvísi veislur líkt og brúðkaup, afmælisveislur, reunion, útskriftarveislur, fermingarveislur, gæsanir og steggjanir. Að auki hafa litlir tónleikar, yoga og kakó viðburðir verið haldnir þar svo eitthvað sé nefnt.

Salurinn er einnig þannig útbúinn að hann hentar fyrir hverskonar viðburði tengda fyrirtækjum líkt og árshátíðir, jólahlaðborð, vinnustofur, veislur, minni ráðstefnur og fundi (stutt frá flugvellinum og Bláa lóninu).

Einnig er salurinn kjörinn fyrir starfsmannaviðburði eða hópefli part úr degi. Við getum sett kaffi á könnuna, fírað upp í grillinu á útisvæðinu eða jafnvel kveikt varðeld. Hægt er að flétta útivist inn í dagskránna, til dæmis hellaskoðun, snorkl ferðir í Kleifarvatn, fjórhjól og heimsókn í Myrkragerðið í Aurora Basecamp. 

Mögulegt er að koma með eigin mat og drykk eða panta veitingar frá samstarfsaðilum Aurora Basecamp. Einnig er grillaðstaða á útisvæðinu því er hægt að búa til flotta stemningu.

Ekki láta þennan sal fram hjá þér fara, skelltu í veislu engri annari líkari í Aurora Basecamp! Hafðu samband við okkur hjá dive@dive.is til að fá að vita meira.

Nánari upplýsingar

  • Rúmar allt að 120 manns

  • 80 manns geta setið við borð

  • Sýningartjöld og skjávarpi

  • Hljóðkerfi fyrir tónlist og ræðuhöld

  • Kamína og útieldstæði skapa notalega stemningu

  • Mikil nálægð við náttúruna með frábæru útsýni yfir hraunið

  • Einstök staðsetning

  • Skemmtilegt útisvæði með grillaðstöðu og bekkjum

  • 20 mínútna akstur frá Reykjavík

Frá ISK 90.000
  • visa.png
  • mastercard.png

Fyrir bókanir eða frekari upplýsingar, ekki hika við að senda okkur línu á dive@dive.is

Staðsetning Aurora Basecamp

Only 20 minutes from Reykjavik

Bláfjallavegur (Road 417)
220, Hafnarfjörður
Iceland

Open in Google Maps

Þú gætir haft áhuga á þessu