snorkeling-tour-starting-at-silfra-dive.is.jpg

Ferðir fyrir hópa

Fyrir fjölskyldur, vini, vinnufélaga og skólahópa

Við hjá DIVE.IS getum sett upp ógleymanlegt ævintýri fyrir þig og hópinn þinn, hvort sem það er fjölskylda, vinahópur eða vinnufélagar. Þú getur snorklað í Silfru, farið í hellaskoðun á Þingvöllum eða í Hafnarfirði, skoðað Kleifarvatn, prófað að kafa í fyrsta skipti og margt fleira!

Á þessari síðu getur þú skoðað hugmyndir að samsettum ferðum en við getum líka sett saman ferð sem hentar bara þínum hóp. Við getum einnig séð um akstur, útvegað mat og jafnvel stað fyrir partý. Öll verð eru á mann og miðast við upplifanir fyrir 18 manns (akstur, matur eða annað ekki innifalið).

Ekki hika við að hafa samband ef þú ert að leita að öðruvísi og geggjaðri ferð fyrir hópinn þinn. Við erum sveigjanleg og til í að framkvæma allskonar skemmtilega hluti með þér og þínum hóp!

Silfra fyrir hópa

snorkelers-posing-photographer-silfra-iceland-dive-is-400x300-q80.jpg

Hópferð í Snorkl í Silfru

18+ manns

Frábær upplifun fyrir hópinn þinn

Silfra er einn af fallegustu snorkl- stöðum í heiminum. Snorkl er fyrir alla, ekki þörf á réttindum. Allir fá þykka galla og þurrbúning þannig að öllum er hlýtt.

diving-silfra-iceland-tour-gift-card-400x267-q80.jpg

Snorkl í Silfru & hellaskoðun

Á Þingvöllum

Ævintýri milli flekanna

Snorkl í Silfru og hellaskoðun í Gjábakkahelli - fullkomið combo fyrir hópa sem vilja upplifa náttúru Ísland.

laugarvatn-fontana-summer-04-400x125-q80.jpg

Snorkl í Silfru & Laugarvatn Fontana

Jökulvatn og náttúrulaug á sama degi

Fullkomin ferð fyrir hópa sem vilja bæði fjör og afslöppun. Fyrst er snorklað í Silfru og svo slappað af í Laugarvatn Fontana.

iceland-snorkeling-silfra-day-tour-dive.is-400x260-q80.jpg

Snorkl í Silfru & standbretti

Fyrir þá sem elska vatnið!

Hér er snorklað í Silfru og svo farið á strandbretti (paddleboard) á Laugarvatni. Stanslaus vatnskemmtun allan daginn.

Hafnarfjörður fyrir hópa

emagnusson-9165-400x267-q80.jpg

Hópferð í hverasnorkl í Kleifarvatni

18+

Eins og að synda í kampavínsglasi

Heyrt um hver sem hægt er að synda í? Í Kleifarvatni er snorklað yfir heitum, bubblandi hver. Öðruvísi upplifun sem hópurinn þinn mun elska.

caving-aurora-basecamp-400x283-q80.jpg

Hellaskoðun og Aurora Basecamp

Frábær ferð fyrir vinnustaði og vinahópa

Hið fullkomna hópefli. Hellaferð í Leiðarenda og kaffi í Aurora Basecamp, þar sem er líkt eftir Norðurljósunum. Aðeins 20 mín frá Reykjavík.

atv_en_route-400x267-q80.jpg

Fjórhjól og hópefli í Aurora Basecamp

Fjórhjólafjör og grillveisla á einstökum stað

Uppskrift að góðum degi. Eftir fjórhjólaævintýri í hrauninu við Grindavík er haldið í fjör í Aurora Basecamp

iceland_day_5_leidarendi_andersnyberg-2-400x266-q80.jpg

Hverasnorkl og hellaskoðun

Á Reykjanesi

Í vatni og í helli

Hópurinn snorklar í Kleifarvatni og skoðar hellinn Leiðarenda með viðkomu hjá hverunum í Selvík. Íslensk orka beint í æð!

Aðrar upplifanir sem er hægt að velja inn í þína hópferð