Open Water réttindi

PADI Open Water Diver Course - Pool Session, Iceland

Almenni pakkinn

Lærðu að kafa með Sportköfunarskóla Íslands

Byrjendanámskeið í köfun - Open Water Diver réttindi

Nú er tíminn til að láta drauminn rætast!

Nýttu tímann heima í að gera bóklega hlutann á netinu > kafaðu í sumar.

Viltu læra að kafa?
Við hjá DIVE.IS tökum vel á móti þér og kennum þér að kafa. DIVE.IS er fyrsta og eina köfunarfyrirtækið á Íslandi sem er fimm stjörnu PADI Dive Center köfunarmiðstöð. Taktu PADI Open Water köfunarnámskeiðið í náttúru Ísland og leggðu grunninn að köfunarævintýrum þínum.

PADI Open Water námskeiðið er fyrsta skrefið í átt að því að verða löggildur kafari. PADI Open Water námskeiðið tekur þrjá daga. Í þessu námskeiði vinnur þú náið með kennurum og leiðbeinendum námskeiðsins, þar sem farið er ítarlega í verklega hlutann af köfunarþjálfuninni og alla öryggisþætti til þess að kafa og um leið hafa gaman af því. Þú munt öðlast betri skilning á hvernig á að bera sig að í köfun, hvernig meðhöndla eigi búnað og bæta við þig reynslu þar til þú verður sjálfsöruggur kafari.

Að námskeiðinu loknu munu þeir nemendur sem hafa klárað bóklega og verklega hlutann af námskeiðinu verða vottaðir sem PADI Open Water kafarar og geta kafað niður á 18 metra dýpi með köfunarfélaga án leiðbeinanda eða kennara hvar sem er í heiminum. Köfunarskírteinið gildir til lífstíðar og er alþjóðlega viðurkennt ISO staðlað nám.

Hvað get ég gert þegar ég er búin með PADI Open Water?
Ásamt því að vera nú orðin gildur meðlimur í PADI köfunarsamtökunum þá opnar námskeiðið þér óteljandi dyr að nýjum ævintýrum. Með PADI Open Water skírteini í vasanum getur þú planað þínar eigin köfunarferðir, tekið þátt í skipulögðum ferðum með ferðarþjónustuaðilum eða köfunarsamtökum, skráð þig í Sportkafarafélag Íslands, skráð þig á framhaldsnámskeið Advance Open Diver eða PADI Specialty í köfun hjá hvaða PADI köfunarþjónustufyrirtæki í heiminum.

Hvað er gert á PADI Open Water námskeiðinu?
Bóklegi hlutinn - tilvalið að klára heima á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir
Til þess að geta byrjað verklega hlutann þurfa allir þátttakendur að hafa lokið E-learning námi á PADI heimasíðunni, þar á meðal lokaprófi. Þar eru myndbönd, stuttar kannanir og lokapróf sem að er byggt upp þannig að hver og einn nemandi getur gert þetta á sínum hraða og þarf ekki að ljúka öllu í einu. Við sendum þér tengil á námsefnið eftir bókun og greiðslu námskeiðs. Athugið að það tekur um það bil 12 klukkutíma að fara í gegnum allt efnið, við mælum því með því að byrja að læra nokkrum dögum áður en námskeiðið byrjar.

Það sem námsefnið mun fara yfir er:
– Heimur undirdjúpanna
– Köfunarbúnaður
– Köfunarfélaga kerfi
– Köfunarumhverfið
– Samskipti
– Köfunarplan
– Áhættustýring köfunar
– Köfunar-töflur
– Köfunar tölvur
– Ratvísi.

Verklegi hlutinn
Í verklega hlutanum munt þú þurfa að klára fimm köfunaræfingar í sundlaug. Einnig þarf nemandi að geta framkvæmt eftirfarandi æfingar til viðbótar
– 200 metra sund án tímatöku

 • 10 mínútna flot æfing.
 • Þegar æfingum í sundlaug er lokið eru 2 kafanir skipulagðar á 2 dögum, í vatni eða sjó.

Í þessum æfingum munt þú þjálfa þig í æfingum sem voru gerðar í sundlauginni. Að námskeiðinu loknu munu þeir nemendur sem stóðust allar kröfur námskeiðsins vera útskrifaðir sem PADI Open Water kafarar. Þegar þú hefur lokið PADI Open Water námskeiðinu hefur þú lokið:

 • Fimm fræðilegum köflum um köfun, þar með talið er stöðupróf og lokapróf
 • Sundlaugarköfunum
 • 200m samfeldu sundi án tímatöku og 10 mínútna floti
 • Fjórum köfunum í vatni eða sjó.

Um Sportköfunarskóla Íslands (DIVE.IS)
Sportköfunarskóli Íslands hefur kennt fólki að kafa síðan 1997. Við notum nafnið DIVE.IS á erlendum markaði. Við erum stolt af því að vera 5 stjörnu PADI Dive Center en PADI samtökin eru virt köfunarsamtök sem gefa út flest köfunarréttindi í heiminum.

Nánar um köfunarnámskeiðið

Frá ISK 119.990

Innifalið:

 • Leiðbeinandi með PADI réttindi
 • Allur útbúnaður
 • PADI Open water E-learning rafrænt námskeið
 • PADI vottunargjald
 • Sundlaugakostnaður
 • Sjókafanir
 • Aukakennsla er ekki innifalin

Stéttarfélag og aðrir möguleikar:

Upplýsingar um námskeiðið

Fyrsti dagurinn er í sundlaug. Seinni tveir dagarnir verða á þeim köfunarstað þar sem veður leyfir

eLearning námsefni:
Þú klárar öll "Knowledge Development" og próf á netinu á eigin hraða heima áður en þú kemur á námskeiðið og ferð svo í gegnum upprifjun með kennaranum áður en þú ferð í laugina.

Uppsetning námskeiðs
Dagur 1: Farið yfir eLearning námsefni með kennara og sundlaugardagur. Æfingar 1-5 kláraðar, 10 mínútna flot og 200m sund án tímatöku.
Dagur 2: Open Water Kafanir 1 & 2
Dagur 3: Open Water kafanir 3 & 4

Þegar þú hefur lokið PADI Open Water námskeiðinu hefur þú lokið:

 • Fimm fræðilegum köflum um köfun, þar með talið stöðupróf og lokapróf
 • Sundlaugarköfunum
 • 200m samfeldu sundi án tímatöku og 10 mínútna floti
 • Fjórum köfunum í vatni eða sjó.

Öryggisreglur

 • vera að minnsta kosti 17 ára (undirskrift lögráðanda ef þáttakandi er undir 18 ára)

 • vera í góðu líkamlegu formi

 • kunna að synda og líða vel í vatni

 • geta talað ensku

 • ekki vera barnshafandi

 • fylla út PADI Medical Statement

Þú getur notað Ferðagjöfina upp í námskeiðskostnað með því að stimpla inn númerið á strikamerkinu inn í GIFT CARD flipann.
Flest stéttarfélög greiða námskeiðið að hluti til. Við hvetjum þig til að kanna þín réttindi.

Loading...
Loading...
 • visa.png
 • mastercard.png
 • american-express.png
 • jcb.png
 • discover.png
 • diners-club.png
 • wechat-pay.png
 • alipay.png

Þú gætir haft áhuga á þessu