Dragðu fyrsta andann í vatni!
Dip your toes in the pool of scuba diving! (pun intended)
Hefur þig alltaf langað að uppgötva leyndardóma undirdjúpanna? Hefurðu velt því fyrir þér hvort að köfun sé eitthvað fyrir þig? Prufuköfun veitir þér einstakt tækifæri til þess að prófa köfun með fagmanni í öruggu umhverfi.
Þú færð tækifæri að læra grundvallarfærni í köfun og þannig að draga fyrsta andann þinn í vatni. Prufuköfunin fer fram í sundlaug. Þetta er kjörið tækifæri til að prófa búnaðinn og sjá hvort að þetta sé eitthvað sem hentar þér.
Þetta er einnig skemmtileg leið til að læra eitthvað nýtt með fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum í öruggu og skemmtilegu umhverfi. Ef þú ert í forsvari fyrir vinnuhóp er þetta stórskemmtileg upplifun sem eflaust fáir í hópnum hafa prófað áður.
Nánari upplýsingar
-
Allt árið. Hafðu samband til að finna góðan tíma á [email protected]
-
Aðeins 4 kafarar með hverjum leiðsögumanni
-
3 klukkutímar
Vinsamlegast mætið með:
- Sundföt
- Stuttbuxur og bol sem má bleyta
- Auka föt
- Handklæði
Innifalið:
- Köfunarkennari
- Ein Discover köfun
- Allur nauðsynlegur köfunarbúnaður
Öryggisreglur
Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:-
vera minnst 150 cm eða mest 200cm
-
vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg
-
passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar PDF
-
vera 17 ára (undirskrift frá forráðamanni nauðsynleg fyrir þá sem eru yngri en 18 ára)
-
líkamlega og andlega heilbrigðir
-
geta talað ensku
-
vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla
-
ekki vera barnshafandi
Taktu upplifunina með þér heim
Algengar spurningar
Í gegnum árin höfum við safnað saman algengum spurningum sem kafarar hafa í huga í sambandi við þessa ferð. Hér að neðan geturu séð þær algengustu en einnig geturu séð þær allar á FAQ síðunni.
-
Seljið þið minjagripi?
-
Við bjóðum upp á fjöldan allan af minjagripum tengda Silfru og DIVE.IS. Þar á meðal myndir úr ferðinni, peysur, boli, húfur, póstkort, segla og marg fleira. Þú getur skoðað minjagripina okkar hér. Þú getur annað hvort keypt þá á Silfru eða í bókunarferlinu á heimasíðunni undir Extras.
-
-
Get ég verið með skartgripi?
-
Litlir eyrnalokkar, lítil keðju hálsmen og lokkar sem ekki er hægt að taka úr/af eru í lagi. Það eru aðallega armbönd, úr, stór hálsmen og hangandi eyrnalokkar sem að valda vandamálum. Hringar geta einnig valdið erfiðleikum, sérstaklega ef þeir eru með stórum steinum. Við mælum með að taka allt slíkt af svo það skemmist eða týnist ekki.
-
-
Þarf ég að koma með handklæði? Eruð þið með það fyrir mig?
-
Því miður erum við ekki með handklæði. Þú ætti að blotna aðeins á höndum og höfði og því er þörf á handklæði nema þú viljir það. Þér er velkomið að koma með þitt eigið, þá sérstaklega ef þú ert með sítt hár til að þurrka það eftirá.
-
Skoðaðu allar spurningar




