2 dagar

Dry suit course student learning dry suit diving in Iceland

Þurrbúninganámskeið og köfun í Silfru - 2 dagar

Fáðu þurrbúningaréttindi og komdu að kafa í Silfru

Þurrbúningur er málið!

Þú kafar í Silfru á degi 2

Þessi samsetning er fyrir kafara með almenn köfunarréttindi sem vilja kafa í Silfru. Af öryggisástæðum hefur þjóðgarðurinn sett þær reglur að allir kafarar þurfa að kafa í þurrbúningi. Á þessu námskeiði lærir þú að kafa í þurrbúningi og endar svo á að kafa á einum flottasta köfunarstað í heimi; Silfru!

Dive.is er leiðandi í heiminum í útgáfu réttinda til að kafa í þurrbúning í köldu vatni.

DIVE.IS býður upp á PADI Dry Suit námskeið þrisvar í viku og tekur námskeiðið allt að 12 klukkustundir. Til þess að geta skráð þig á þetta námskeið þurfa allir þátttakendur að vera með byrjenda köfunarskirteini á borð við PADI Open Water. Hér kennum við þér alla þá tækni sem felst í því að kafa í þurrbúnin og hvernig á að hegða sér í köldu umhverfi. Gott er að hafa í huga að þetta getur verið líkamlega þungt og erfitt námskeið þó við reynum að kenna það á sem auðveldan og skemmtilegan hátt.

Þetta inniheldur PADI Dry Suit Elearning sem allir nemendur þurfa að klára á PADI heimasíðunni. Þar eru myndbönd, stuttar kannanir og lokapróf sem að er byggt upp þannig að hver og einn nemandi getur gert þetta á sínum hraða og þarf ekki að ljúka öllu í einu. Þegar að nemendur mæta í sundlaugina mun leiðbeinandinn renna yfir bóklega hlutann lauslega áður en við skellum okkur í laugina.

Dagskrá:
Dagur 1: PADI Dry suit námskeið
• Við sækjum þig og keyrum heim eftir námskeiðið
• Æfingar í sundlaug
• Tvær kafanir
Dagur 2: Köfunarferð í Silfru
• Valið um hvort viðkomandi vilji keyra sjálfur að Silfru eða bóka far með okkur
• Ein köfun

Í sundlauginni mun kennarinn þinn sýna þér æfingar sem þú þarft að gera til að öðlast þurrgallaréttindin, síðar meir muntu svo gera þessari sömu æfingar í opnu vatni á köfunarstað sem að kennarinn þinn mun velja.

Á námskeiðinu munu aldrei vera fleiri en þrír nemendur á hvern kennara, einnig er bannað samkvæmt PADI að vera með myndavélar á meðan að námskeiðinu stendur. Engar áhyggjur, leiðsögumaðurinn þinn mun taka myndavél í köfunarferðina í Silfru daginn eftir.

Hægt er að kaupa minjagripi í bókunarferlinu með því að velja þá undir ,,Extras". Ef minjagripurinn sem þig langar að kaupa er ekki undir Extras, ekki hika við að hafa samband eða skildu eftir athugasemd í bókuninni þinni og við munum taka minjagripinn með okkur á Silfru.

Þú getur einnig bókað PADI Silfra Tectonic köfunarnámskeið með því að velja það í ,,Extras".

DanielDiver12 17.08.2017
Our Dry suit course and Silfra dive with Stefanino

We took the dry suit course and then Silfra dive trip. I can't say enough about the experience. Stefanino was an excellent instructor, he was extremely knowledgeable and professional. We felt at ease within minutes of being with him. We were fairly new to diving and he adapted to our skill and showed us a great experience both in the course as well as the Silfra. We highly recommend Dive.IS, they made the experience simple and worry free and if you get the chance recommend Stefanino he is an excellent guide and well versed in his craft. We will definitely be back.

tripadvisor-logo.png
DIVE.IS is rated No. 1 of all 294 Outdoor Activities

Nánari upplýsingar

 • Í boði allt árið

 • Finnurðu ekki námskeið á dagsetningu sem hentar þér? Hafðu samband á dive@dive.is og við skoðuð málið

 • 10-12 klst námskeið, 3-5 klst köfunarferð

 • Hámark 2-3 nemendur á hvern kennara

 • Lágmark 2 nemendur. Við endurgreiðum þér að fullu ef lágmarksfjölda er ekki náð

Frá ISK 99.980

Dry suit diver course

First, choose a date for your Dry suit diver course

Loading...

Diving Silfra tour

Þú hefur valið Meet on location (At Silfra)

Then choose a date for your dive in Silfra

Loading...
Þú hefur valið With Pick-Up (From Reykjavik)

Then choose a date for your dive in Silfra with pick up

Loading...
 • visa.png
 • mastercard.png

Vinsamlegast mætið með:

 • Köfunarréttindin þín (PADI Open Diver Water eða sambærilegt)
 • Eyðublað sem sýnir að þið hafið lokið PADI Dry Suit Elearning
 • Föðurland - buxur og bol eða þykk undirföt
 • Ullarsokka
 • Fatnað sem hentar veðri

Innifalið:

 • Köfunar leiðbeinandi (e. Dive Instructor)
 • Far í námskeiðið og heim
 • PADI Dry Suit Elearning
 • Sundlaugaræfingar
 • Tvær kafanir á námskeiðinu
 • PADI útskriftargjald
 • Ein köfun í Silfru
 • Allur nauðsynlegur köfunarbúnaður
 • Heitt súkkulaði og súkkulaði smákökur eftir ferð
 • Silfru gjald (1500 kr á mann)

Öryggisreglur

Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:
 • Vera kafarar með PADI Open Water kafara réttindi eða sambærileg réttindi

 • hafa þurrbúningaréttindi og eina skráða köfun í þurrbúningi innan 2 ára frá ferð í Silfru eða 10 skráðar kafanir í þurrbúning innan 2 ára frá köfun í Silfru, sem þarf að staðfesta með skriflegri sönnun frá köfunar leiðbeinanda (e. diving instructor) PDF

 • hafa lesið Diving Silfra Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðina PDF

 • hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að kafa í Silfru ef þú ert 60 ára eða eldri PDF

 • Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsinguna okkar í byrjun ferðar PDF

 • vera minnst 150 cm eða mest 200cm

 • vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg

 • passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar PDF

 • vera 17 ára (undirskrift frá forráðamanni nauðsynleg fyrir þá sem eru yngri en 18 ára)

 • líkamlega og andlega heilbrigðir

 • geta talað ensku

 • vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla

 • ekki vera barnshafand

Timeline of your tour

Minjagripir í ferðina

Upplifðu ferðina

Loading YouTube Player...

Leiðsögumenn í þessari ferð

Þú munt fá leiðsögn frá einum þessara frábæru leiðbeinenda

Algengar spurningar

Þú gætir haft áhuga á þessu