Þessi klassíska

Diver enjoying his dive in the clearest water in the world at Silfra fissure, Iceland

Köfun í Silfru

Vinsælasti áfangastaður kafara á Íslandi

Kafaðu í Silfru

Köfunarferð sem enginn kafari má láta framhjá sér fara

Kafaðu á einstökum köfunarstað á heimsmælikvarða með óviðjafnanlegu skyggni. Silfra er gjá milli Norður Ameríku og Evraísuflekanna og á ákveðnum stöðum er hægt að snerta báða flekana, í raun á milli heimsálfa. Tæra vatnið í Silfru hefur síast í gegnum neðanjarðar hraun í áratugi sem veldur því að skyggni er allt að 100m. Landslagið undir yfirborðinu er ólíkt neinu öðru á jörðinni.

Við segjum stolt frá því að við getum boðið upp á ferðir í hæsta gæðaflokki á Silfru. Við skulum segja þér af hverju:

 • Við erum með stóran, upphitaðan bíl þar sem þú getur skipt um föt í skjóli frá veðri og vindum.
 • Eftir ferðina hitum við þig upp með kakó og smákökum.
 • Allir leiðsögumennirnir okkar eru reyndir atvinnu PADI kafarar og hafa farið í gegnum þjálfun áður en þeir fara með þig í Silfru.

Þú getur valið að við sækjum þig og keyrum þig á Þingvelli. Ef þú kýst að keyra sjálf/ur á Þingvelli geturðu hitt okkur hjá Silfru.

Þegar þú kemur að Silfru á Þingvöllum, mun leiðsögumaðurinn upplýsa þig um aðstæður á Silfru og aðstoðar þig síðan við að undirbúa köfun. Við notum hágæða þurrgalla frá BEAR og Aqualung SCUBA búnað og APEX eða Aqualung regulators.

Allir kafarar verða að hafa þurrbúningaréttindi eða 10 skráðar kafanir í þurrbúning innan 2 ára frá köfun í Silfru, sem þarf að staðfesta með skriflegri sönnun frá köfunar leiðbeinanda (e. diving instructor).

Ef þú uppfyllir ekki þessi skilyrði geturðu tekið PADI Þurrbúninganámskeiðið okkar (eða sambærilegt) áður en þú kafar í Silfru. Eða þú getur bókað þig í þurrbúninganámskeið og Kafað í Silfru 2 daga pakkann okkar.

Þá er komið að því að kafa í kristaltæra vatninu í Silfru. Í ferðinni muntu fara í gegnum fjóra hluta Silfru. Þú byrjar á því að fara í gegnum Stóru Sprunguna, sem er grannasti parturinn af Silfru. Á þessu svæði geturðu tekið hina klassísku ,,á milli heimsálfa" mynd af þér. Smám saman víkkar gjáin og við komum að Salnum þar sem þú getur mögulega séð endur og gæsir á yfirborðinu fyrir ofan þig. Í Salnum muntu sjá fegurstu liti Silfru og skyggnið virðist vera óendanlegt. Eftir grynningarnar nálægt Þingvallavatni kemur þú að Dómkirkjunni sem er dýpsti hluti köfunarinnar og nær niður á 23 metra dýpi. Ef það eru kafarar á undan þér geturðu auðveldlega séð dáleiðandi ,,ljósakrónu áhrif" af loftbólunum þeirra. Að lokum kemur þú í Lónið, þar sem þú getur leyft þér að fljóta um og skoða litríku þörunganna sem lifa þar.

Vatnið í Silfru er svo einstakt því það tekur vatnið 30-100 ár að renna frá Langjökli í gjánna, sem gerir það að verkum að vantið er einstaklega hreint og tært. Prófaðu að drekka það!

Eftir köfunina göngum við um 250 metra á göngustíg tilbaka með köfunarbúnaðinn okkar og hitum síðan hendur og lund með heitu kakói og smákökum. Ekki hika við að biðja leiðsögumanninn um aðstoð með búnaðinn þinn á göngunni tilbaka!

Þessi ferð inniheldur eina köfun í Silfru sem tekur um það bil 30-40 mínútur og við köfum að hámarki á 18 metra dýpi.

Ef vinir eða fjölskylda vilja koma og upplifa Silfru með þér en eru ekki með köfunarréttindi geta þau komið með í Snorkl í Silfru ferðina okkar.

Hægt er að kaupa minjagripi í bókunarferlinu með því að velja þá undir ,,Extras". Ef minjagripurinn sem þig langar að kaupa er ekki undir Extras, ekki hika við að hafa samband eða skildu eftir athugasemd í bókuninni þinni og við munum taka minjagripinn með okkur á Silfru.

Þú getur einnig bókað PADI Silfra Tectonic köfunarnámskeið með því að velja það í ,,Extras".

chemical.odie 11.04.2021
Great experience

I did my dive in Silfra in April 2021 - due to the travel restictions I was the only guest, and Ants was an excellent guide. First he took the time outlining the course of the dive and then guided me though the fault while taking professional pictures.
All in all, it was a great experience, well organized fom checking-in to the much appreciated hot chocolate afterwards

tripadvisor-logo.png
DIVE.IS is rated No. 1 of 476 Tours from Reykjavik

Nánari upplýsingar

 • Allt árið, daglegar ferðir

 • Finnurðu ekki ferð á dagsetningu sem hentar þér? Hafðu samband á dive@dive.is og við skoðum málið

 • 3-5 klukkutímar

 • Aðeins 3 kafarar með hverjum leiðsögumanni

 • Lágmark 2 kafarar. Við endurgreiðum þér að fullu ef lágmarksfjölda er ekki náð

 • Smelltu hér til að kaupa þessa ferð sem gjafabréf!

Frá ISK 33.490

Vinsamlegast mætið með:

 • Köfunarréttindin þín (PADI Open Diver Water eða sambærilegt)
 • Staðfestingu á þurrbúnningaréttindum eða 10 skráðar kafanir í þurrbúning innan 2 ára frá dagsetningu ferðar
 • Föðurland - buxur og bol eða þykk undirföt
 • Ullarsokka
 • Fatnað sem hentar veðri

Innifalið:

 • Köfunar leiðbeinandi (e. Dive Instructor)
 • 1 köfun
 • Allur nauðsynlegur köfunarbúnaður
 • Silfru gjald (1500 kr á mann)
 • Heitt súkkulaði og súkkulaði smákökur eftir ferð
Þú hefur valið Keyra sjálf (Hitta okkur á Silfru)

Þú getur notað Ferðagjöfina upp í námskeiðskostnað með því að stimpla inn númerið á strikamerkinu inn í GIFT CARD flipann.

silfra-busy-times_update

POPULAR TIMES AT SILFRA

Loading...
Þú hefur valið Með skutli (Frá Reykjavík)

If you require pick up, there is a minimum of 3 passengers on our bus. We will refund you in full if the minimum is not met

Loading...
 • visa.png
 • mastercard.png

Öryggisreglur

Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:
 • Vera kafarar með PADI Open Water kafara réttindi eða sambærileg réttindi

 • hafa þurrbúningaréttindi og eina skráða köfun í þurrbúningi innan 2 ára frá ferð í Silfru eða 10 skráðar kafanir í þurrbúning innan 2 ára frá köfun í Silfru, sem þarf að staðfesta með skriflegri sönnun frá köfunar leiðbeinanda (e. diving instructor) PDF

 • hafa lesið Diving Silfra Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðina. PDF

 • hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að kafa í Silfru ef þú ert 60 ára eða eldri PDF

 • Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsinguna okkar í byrjun ferðar PDF

 • vera minnst 150 cm eða mest 200cm

 • vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg

 • passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar PDF

 • vera 17 ára (undirskrift frá forráðamanni nauðsynleg fyrir þá sem eru yngri en 18 ára)

 • líkamlega og andlega heilbrigðir

 • geta talað ensku

 • vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla

 • ekki vera barnshafandi

Timeline of your tour

Minjgripir í ferðina

Upplifðu ferðina

Loading YouTube Player...

Leiðsögumenn í þessari ferð

Þú munt kafa hér

Silfra

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
801 Selfoss

Open in Google Maps

Algengar spurningar

Þú gætir haft áhuga á þessu