Dekurferð

Hot and cold snorkeling and spa tour with DIVE.IS, Iceland

Heit og köld Snorkl ferð með Laugarvatn Fontana

Kældu þig niður og hitaðu þig upp aftur

Fullkomnaðu ferðina á Þingvelli

Ef þú ert náttúrusinni þá er þessi ferð fyrir þig! Að kæla sig niður í köldu Silfru og síðan hita sig aftur upp í náttúrulaug Fontana Spa á Laugarvatni.

Við segjum stolt frá því að við getum boðið upp á ferðir í hæsta gæðaflokki á Silfru. Við skulum segja þér af hverju:

  • Við erum með stóran, upphitaðan bíl þar sem þú getur skipt um föt í skjóli frá veðri og vindum.
  • Eftir snorkl ferðina hitum við þig upp með kakó og smákökum.
  • Allir leiðsögumennirnir okkar eru reyndir atvinnu PADI kafarar og hafa farið í gegnum þjálfun áður en þeir fara með þig í Silfru.

Ferðin hefst á Silfru, einum vinsælasta köfunarstað á heimsvísu, sem býður upp á kristal tært vatn og einstaka upplifun. Þar færðu að fljóta á milli tveggja heimsálfa og líkist sú upplifun allra helst hugleiðslu. Þetta er kaldi parturinn, en engar áhyggjur þetta er ekki svo kalt, eða up tæpar 2-3°C. Við útvegum þér allan búnað til þess að passa upp á það að þú verðir þurr og haldir líkamshita, aðeins hendur og andlit mun vera í beinni snertingu við vatnið.

Eftir tæpar 30-40 mín í kaldri Silfru getur þú skoðað þig um á Þingvöllum áður en leið er haldið á Laugarvatn.
Silfra og Fontana eru partur af Gullna hringnum, því er þetta kjörið tækifæri til þess að krydda aðeins upp á klassíska bíltúrinn og gera hann ógleymanlegan!

Þessi ferð býður ekki upp á skutl því hittum við þig beint á Silfru fyrir snorkeling ferðina. Síðan keyrir þú á Fontana Spa á Laugarvatni sem er í um 30 mín keyrslu frá Silfru.

Hægt er að kaupa minjagripi í bókunarferlinu með því að velja þá undir "Extras". Ef minjagripurinn sem þig langar að kaupa er ekki undir Extras, ekki hika við að hafa samband eða skildu eftir athugasemd í bókuninni þinni og við munum taka minjagripinn með okkur á Silfru.

hot-and-cold-snorkeling-tour-iceland-silfra-150x150.jpg
Chung X 01.01.1970
Snorkeling in 2 degrees of celcius

We book the hot and cold snorkeling and spa tour with Dive.is, and we had an incredible time. The snorkeling was very well organized and guided by Andreas, and I have to say it didn´t feel that cold. Hot chocolate and cookies after the Snorkeling and totally recommend the spa afterwards.

tripadvisor-logo.png

Nánari upplýsingar

  • Allt árið, daglegar ferðir

  • Finnurðu ekki ferð á dagsetningu sem hentar þér? Hafðu samband á dive@dive.is og við skoðum málið

  • 3 klukkutímar á Silfru og síðan eins lengi og þú vilt í Fontana

  • Aðeins 6 manns með hverjum leiðsögumanni

  • Lágmark 3 snorklarar. Við endurgreiðum þér að fullu ef lágmarksfjölda er ekki náð

  • Smelltu hér til að kaupa þessa ferð sem gjafabréf!

Frá ISK 26.980

Vinsamlegast mætið með:

  • Föðurland - buxur og bol eða þykk undirföt
  • Ullarsokka
  • Fatnað sem hentar veðri
  • Augnlinsur ef þið notið gleraugu að staðaldri
  • Sundföt og handklæði

Innifalið í verðinu:

  • Leiðsögn í Silfru
  • Allur nauðsynlegur búnaður til þess að Snorkla
  • Heitt súkkulaði og súkkulaði smákökur eftir ferð
  • Silfru gjald (1500 kr á mann)
  • Fontana Spa gjald
Þú hefur valið Self-Drive (Meet at Silfra)
dive.is-silfra-popular-times

POPULAR TIMES AT SILFRA

Loading...
  • visa.png
  • mastercard.png

Öryggisreglur

Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:
  • hafa lesið Snorkeling Silfra Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðina PDF

  • hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að kafa í Silfru ef þú ert 60 ára eða eldri PDF

  • Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu í byrjun ferðar PDF

  • vera minnst 150 cm eða mest 200cm

  • vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg

  • passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar PDF

  • vera 12 ára

  • vera öryggur í vatni og kunna að synda

  • líkamlega og andlega heilbrigðir

  • vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla

  • geta talað ensku

  • ekki vera barnshafandi

Timeline of your tour

Taktu minningarnar með þér heim

Upplifðu ferðina

Loading YouTube Player...

Leiðsögumenn í þessari ferð

Þú munt snorkla hér

Silfra

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
801 Selfoss

Laugarvatn Fontana

Hverabraut 1
840 Laugarvatn

Open in Google Maps

Algengar spurningar

Þú gætir haft áhuga á þessu