
Hellaskoðun og Aurora Basecamp
Frábær ferð fyrir vinnustaði og vinahópa
Hraun, norðurljós og samvera
Frábært fyrir hópefli
Í þessari ferð förum við í hellinn Leiðarenda á Reykjanesi. Þessi hellir varð til eftir eldgos þar sem að hraunið kólnaði hratt og myndaði hella í jörðinni. Hellirinn er um 1000 metra langur og þar má finna allar algengustu gerðir hrauna hér á landi. Með búnaði og vasaljósum er þessi ferð alveg einstök! Hópurinn skoðar allskonar útgáfur af rauðum, gulum og jafnvel fjólubláum steinum. Við munum skoða okkur um í Leiðarenda í um klukkutíma og mælum því með að vera í góðum gönguskóm.
Eftir hellaferðina höldum við í Aurora Basecamp Norðurljósasetrið, í Hafnafirði. Þar er boðið upp á leiðsögn í Myrkragerðið (Dark Park) þar sem hægt er að sjá raunvirkni norðurljósanna í einstökum Norðurljósasúlum. Auk þess færðu góð ráð hvernig best er að taka mynd af norðurljósum og hvernig á að finna þau.
Innifalið í þessari ferð er u.þ.b. 1 klukkutími í Aurora Basecamp og kaffi fyrir hópinn þinn.
Ef þú hefur áhuga á að bjóða hópnum þínum í mat og drykk eða partý, frekar en kaffi, þá er einnig kjörið að halda það í Aurora Basecamp. Hægt er að panta mat frá samstarfsaðilum okkar. Hafðu samband á dive@dive.is ef þú vilt vita meira.







Nánari upplýsingar
-
Við getum sérsniðið þessa ferð að þörfum þínum
-
3 - 4 klukkutímar
-
Í boði eftir pöntunum, við finnum tíma sem hentar hópnum þínum
-
Aðeins 8 manns með hverjum leiðsögumanni en við getum farið með marga 8 manna hópa
-
Verðið miðast við 10 manns, við finnum rétta verðið ef þú ert með stærri hóp
-
Hafðu samband á dive@dive.is til að bóka hópinn þinn
Vinsamlegast mætið með:
- Ullarsokka
- Fatnað sem hentar veðri
- Gönguskó
Ekki innifalið:
- Skutl til og frá Reykjavík
- Veitingar
Innifalið í verðinnu:
- Leiðsögn um Leiðarenda helli
- Allur nauðsynlegur búnaður fyrir hellaferð
- Heimsókn í Myrkragerðið
- U.þ.b. 1 klukkutími í Aurora Basecamp
- Kaffi fyrir hópinn
Ekki innifalið í verðinu:
- Skutl til og frá Aurora Basecamp (við getum gefið þér tilboð í veitingar og/eða akstur)
Öryggisreglur
Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að-
vera líkamlega og andlega heilbrigðir
-
geta talað ensku
Þú munt stoppa hér
Algengar spurningar
-
Get ég notað heilgrímu í snorkl ferðinni?
-
Við skiljum að þú viljir frekar nýta þér þessa tegund grímu í snorkl ferðunum, hins vegar passa þær ekki með hettunum sem við notum og myndi því leka inn á þær. Því getum við því miður ekki boðið upp á að not slíkar grímur hjá okkur.
-
-
Á ég að koma með vetlinga?
-
Við mælum með að mæta með vetlinga í ferðina allan ársins hring, þetta er til að hita á þér hendurnar eftir ferðina, þá sérstaklega á veturna. Á meðan á ferðinni stendur færð þú hanska frá okkur sem eru úr neoprene efni.
-
-
Eruð þið með grímur með styrk?
-
Því miður erum við ekki með slíkar grímur, það eru svo margir styrkir sem við myndum þurfa að hafa til staðar. Ef þú notar gleraugu mælum við með augnlinsum þar sem gleraugun pass ekki undir grímuna. Ef þú átt grímu með styrk er þér velkomið að taka hana með.
-
-
Bjóðið þið upp á björgunarvesti?
-
Því miður bjóðum við ekki upp á björgunarvesti þar sem allir þátttakendur þurfa að kunna að synda.
-
-
Leigið þið út myndavélar?
-
Því miður bjóðum við ekki upp á að leigja út myndavélar, hins vegar eru leiðsögumennirnir okkar með myndavélar á staðnum og taka myndir af hópnum. Við bjóðum upp að kaupa myndapakka þar sem þú færð aðgang að öllum myndum dagsins ásamt "Best of Silfra" möppu. Þér er einnig velkomið að koma með þína eigin myndavél sem er vatnsheld.
-
-
Hvernig greiði ég fyrir myndirnar?
-
Þú getur greitt fyrir myndirnar með korti eða pening á Silfru hjá leiðsögumanni þínum. Þú getur líka keypt það í bókunarferlinu og einnig er hægt að kaupa það eftirá með tölvupósti.
-
-
Hversu lengi erum við í hellinum?
-
Við erum yfirleitt í um 45-60 mínútur en það fer eftir hraða hvers hóps.We
-
-
Hversu lengi erum við ofaní vatninu?
-
Í snorkl ferðinni erum við yfirleitt í vatninum í um 30-45 mínútur. Þetta fer allt eftir hraða hópsins og hversu lengi hver og einn vill synda um í Lóninu.
-
-
Hvað er hellirinn langur?
-
Við notum tvo hella í þessari ferð en það fer allt eftir veðri og aðstæðum. Gjábakkahellir á Þingvöllum er 360 metra langur og Leiðarendi á Reykjanesi er 880 metra langur.
-
-
Ég nota gleraugu, er það vandamál?
-
Því miður er ekki hægt að nota gleraugun undir grímunni því hún myndi fyllast af vatni. Við mælum því með að þú notir linsur eða komir með þína eigin grímu sem er með gleri með styrk.
-
-
Er matur innifalinn í ferðunum?
-
Við bjóðum upp á heitt súkkulaði, te og smákökur en við erum ekki með neinn mat í boði. Þér er velkomið að koma með þitt eigið nesti og þið megið borða það í bílnum.Við mælum með að þið borðið góðan morgunmat en við getum einnig stoppað og keypt mat í leiðinni.
-
Show all FAQ
Þú gætir haft áhuga á þessu
Við notum vefkökur ('cookies') til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar og súkkulaðikökur til að bæta upplifun þína á ferðum með okkur. Með því að halda áfram að nota þessa vefsíðu ert þú að sammþykkja notkun á vefkökum eins og fram kemur í okkar Persónuupplýsingar.