Námskeið í apríl

dive.is-utlandapakkinn-padi-2023.jpg

Grunnpakkinn

Byrjaðu köfunarævintýrið á Íslandi, kláraðu í hlýjum sjó í fríinu

Grunnurinn að því að læra köfun

Lærðu grunninn á Íslandi, kláraðu kafanir erlendis

Ertu á leiðinni til heitari lands í fríinu, til dæmis Spánar? Grunnpakkinn með DIVE.IS er einstakt tækifæri til að gera fríið ennþá betra.

Í stuttu máli virkar þetta þannig að fyrri hluti PADI Open Water diver námskeiðsins, allur undirbúningurinn, fer fram á Íslandi. Það inniheldur bóklegt nám, PADI E-learning, sem þú klárar heima hjá þér á þínum hraða á netinu.

Þegar heimanámi er lokið kemur þú með okkur hálfan dag í sundlaug þar sem þú ferð í gegnum allskonar verklegar æfingar. Þegar þessu er lokið færðu tilvísun (e. referral) frá kennara námskeiðsins að þú hafir klárað bóklega hlutann og æfingar í sundlaug með DIVE.IS PADI 5* Dive Center.

Svo hefurðu 1 ár til að klára skemmtilegasta hlutann af námskeiðinu: 4 open water kafanir. Þú getur klárað þær hvar sem er í heiminum með öðru PADI Dive centeri. Til dæmis í fríinu þínu, með fjölskyldu eða vinum, í hlýjum og tærum sjó á fallegri sólarströnd.

Þegar þessu er öllu lokið þá færðu PADI Open Water kafara réttindi. Þá muntu geta kafað niður á 18 metra dýpi með köfunarfélaga án leiðbeinanda eða kennara hvar sem er í heiminum. Köfunarskírteinið gildir til lífstíðar og er alþjóðlega viðurkennt ISO staðlað nám.

Þú hefur 3 möguleika til að klára Padi köfunarréttindin:

  1. Þú færð PADI tilvísun frá okkur sem staðfestir að þú kláraðir grunninn og getur svo klárað síðust fjórar kafanirnar erlendis í hlýjum sjó. Þessi möguleiki er frábær fyrir þau sem vilja ekki eyða hluta af fríinu sínu í bóklegt nám og geta strax byrjað að kafa.
  2. Þú skráir þig í Almenna pakkann. Námskeiðið er ein helgi og er kafað tvisvar hvorn daginn.
  3. Ef þú vilt enda með að kafa í Silfru þá þarftu einnig þurrbúningaréttindi en þau eru ekki innifalin í Almenna pakkanum. Þá skráir þú þig í Víkingapakkann okkar. Námskeiðið er ein helgi og er kafað tvisvar annan daginn og þrisvar hinn daginn.

ATH ef þú klárar Grunnpakkann og vilt velja einhvern af þessum möguleikum þá hefurðu samband við okkur til að bóka næsta námskeið.

Svona er námskeiðið sett upp
Farið er yfir eftirfarandi köfunaræfingar:
• Heimur undirdjúpanna
• Köfunarbúnaður
• Köfunarfélaga kerfi
• Köfunarumhverfið
• Samskipti
• Köfunarplan
• Áhættustýring köfunar
• Köfunar-töflur
• Köfunar-tölvur
• Ratvísi

Til þess að geta tekið þátt í æfingunum í sundlauginni þurfa allir þátttakendur að hafa lokið E-learning námi á PADI heimasíðunni, þar á meðal lokaprófi. Þar eru myndbönd, stuttar kannanir og lokapróf sem að er byggt upp þannig að hver og einn nemandi getur gert þetta á sínum hraða og þarf ekki að ljúka öllu í einu. Við sendum þér tengil á námsefnið eftir bókun og greiðslu námskeiðs. Athugið að það tekur um það bil 12 klukkutíma að fara í gegnum allt efnið, við mælum því með því að byrja að læra nokkrum dögum áður en námskeiðið byrjar.

Þegar að nemendur mæta í sundlaugina mun leiðbeinandinn renna yfir bóklega hlutann lauslega áður en við skellum okkur í laugina. Þar munum við gera svokallaðar Confined Water Dives og eru þær fimm talsins. Einnig mun leiðbeinandinn biðja þig um að synda 200 metra og fljóta í 10 mínútur. Námskeiðið tekur einungis hálfan dag í sundlauginni, ca 4-5 klukkustundir. Námskeiðið er kennt í blautgalla.

Stéttarfélag og aðrir möguleikar:
Flest stéttarfélög greiða námskeiðið að hluti til. Við hvetjum þig til að kanna þín réttindi.
Ef þú ert nemandi, getur námskeiðið talist sem einingar til lokagráðu.

padi-open-water-referral-review-dive.is-150x150.jpg
OlafurE 04.02.2023
Great teachers, a perfect introduction to the workd of diving.

I took a PADI open water course with Dive.is and my teachers were Eeva and Johannes. The whole experience was just great, my teachers communicated clearly the instructions and notes on what I could do better and obviously know and love what they’re doing - and were patient and encouraging which made me feel 100% safe in the water. A perfect initiation into the diving world. Thank you!

tripadvisor-logo.png
#1 of 293 Outdoor Activities in Reykjavik

Nánar um köfunarnámskeiðið

  • Hægt er að bóka þetta námskeið allt árið

  • Að minnstu kosti 3 þátttakendur til að staðfesta námskeiðið (en stakir nemendur geta bókað sig líka)

  • Í mesta lagi 6 þátttakendur á hvern kennara

  • Námskeið eru haldin kl.8 á föstudögum (ef lágmarksfjöldi þátttakenda næst) í Ásvallalaug í Hafnarfirði.

  • Námskeiðið tekur einungis hálfan dag í sundlaug þar sem verður farið yfir æfingar í 5 köfunum. Þetta tekur allt að 4-5 klukkustundir.

  • Sveigjanlegur tími: Hópar geta haft samband við okkur til að finna annan tíma sem hentar hópnum betur

  • Þetta námskeið er kennt í blautgalla

  • ATH Nemendur þurfa að læra í u.þ.b. 12 tíma áður en námskeiðið byrjar

  • Smelltu hér til að kaupa þetta námskeið sem gjafabréf!

  • Flest stéttarfélög greiða námskeiðið að hluta til, við hvetjum þig til að kanna þín réttindi.

Frá ISK 59.990

Innifalið:

  • Leiðbeinandi með PADI réttindi
  • Allur útbúnaður og blautgalli
  • PADI Open water E-learning rafrænt námskeið
  • Aðgangur að sundlaug
  • PADI eLearning registration fee, sem er greitt beint til PADI. Þetta gjald er um það bil 10.000 kr.
  • PADI Tilvísun sem staðfestir að bóklegum hluta og sundlaugaræfingum sé lokið

Mikilvægar upplýsingar:

  • Þú klárar öll ,,Knowledge Development" og próf á netinu á eigin hraða heima áður en þú kemur á námskeiðið og ferð svo í gegnum upprifjun með kennaranum áður en þú ferð í laugina.

Stéttarfélag og aðrir möguleikar:

  • Flest stéttarfélög greiða námskeiðið að hluti til. Við hvetjum þig til að kanna þín réttindi.
  • Ef þú ert nemandi, getur námskeiðið talist sem einingar til lokagráðu.

Láttu drauminn rætast, lærðu að kafa núna í vetur.
Flest stéttarfélög greiða námskeiðið að hluta til, við hvetjum þig til að kanna þín réttindi.

Loading...
  • visa.png
  • mastercard.png

Öryggisreglur

  • vera að minnsta kosti 17 ára (undirskrift lögráðanda ef þáttakandi er undir 18 ára)

  • vera í góðu líkamlegu formi

  • kunna að synda og líða vel í vatni

  • geta talað ensku

  • ekki vera barnshafandi

  • fylla út PADI Medical Statement PDF

Sjáðu hvernig námskeiðið er

Loading YouTube Player...

Experience the Course

Algengar spurningar

Þú gætir haft áhuga á þessu