
Snorkl ferðir
Komdu að snorkla með DIVE.IS
Silfra á Þingvöllum er engri lík með tært vatn, ótrúlegt skyggni og fallegan neðansjávargróður. Kleifarvatn er allt öðruvísi snorkl staður með bubblandi hver.
Þú þarft engin réttindi eða reynslu til að snorkla enda flýturðu á yfirborðinu og nýtur útsýnisins. Við snorklum í þurrgalla sem heldur öllum hlýjum og þurrum meðan á snorklinu stendur. Snorkl hentar fyrir alla fjölskylduna (eldri en 12 ára).

Snorkl í Silfru
Vinsælasta snorkl ferð á Íslandi
Snorkl er fyrir alla. Að Snorkla í kristaltæru vatni í Silfru er ógleymanleg upplifun. Þú snorklar í þurrgalla sem heldur líkamanum þurrum og heitum. Engin réttindi þarf til að snorkla

Heit og köld Snorkl ferð með Laugarvatn Fontana
Kældu þig niður og hitaðu þig upp aftur
Í þessari ferð kælirðu þig niður í snorkli í Silfru og hitar þig svo upp aftur í Fontana Spa við Laugarvatn. Er til betri leið að byrja Gullna hringinn?

Gullin helgi á Geysi
Lúxushelgi með snorkli í Silfru, Laugarvatn Fontana Spa, kvöldverði og hótelgistingu fyrir tvo á Hótel Geysi
Komdu ástinni þinni á óvart í vetur með lúxus upplifun fyrir tvo. Verð á mann aðeins 37.245 kr.

Rómantík í Reykjavík
Lúxushelgi með snorkli í Silfru, Natura Spa, kvöldverði á Satt og hótelgistingu fyrir tvo á Reykjavík Natura
Komdu ástinni þinni á óvart í vetur með rómantískri upplifun fyrir tvo. Verð á mann aðeins 33.495 kr.

Snorkeling ferð fyrir litla hópa og fjölskyldur
Persónulegri ferð fyrir þig og þína nánustu
Tími fyrir fjölskylduna! Langar þig að vera í litlum hóp með þínum nánustu? Bókaði persónulegri ferð með þínum eigin leiðsögumanni!

Snorkl í Silfru og hvalaskoðun
Frábær upplifun af Silfru og hvölum
Ef þú hefur ekki séð hvali áður, þá ættirðu að láta verða af því. Það er stórkostleg upplifun, næstum jafn stórfengleg eins og að snorkla í Silfru

Hverasnorkl í Kleifarvatni
Snorkl yfir köldum, bubblandi hver stutt frá Reykjavík
Snorklaðu í kampavínsglasi! Við sjáum hverina í Seltúni og snorklum svo ofan á hver í Kleifarvatni. Frábær skemmtun fyrir allan fjölskylduna

Hverasnorkl og hellaskoðun
Í vatni og í helli
Þessi einstaka ferð gerir þér kleift að fá íslenska hraunið beint í æð! Skoðum skemmtilega hveri í Kleifarvatni og síðan flottu hellana þar í kring. Kynntu þér málið!

Hverasnorkl og fjórhjólaferð!
Frábær ferð á Reykjanesi
Þú upplifir íslenska hraunið á einstakan hátt í þessari skemmtilegu ferð! Þú byrjar á því að synda ofan á hver í Kleifarvatni og ferð síðan í geggjaða fjórhjólaferð í gegnum hraunið.
Algengar spurningar
-
Seljið þið minjagripi?
-
Við bjóðum upp á fjöldan allan af minjagripum tengda Silfru og DIVE.IS. Þar á meðal myndir úr ferðinni, peysur, boli, húfur, póstkort, segla og marg fleira. Þú getur skoðað minjagripina okkar hér. Þú getur annað hvort keypt þá á Silfru eða í bókunarferlinu á heimasíðunni undir Extras.
-
-
Er eitthvað að sjá í kringum Silfru?
-
Silfra er í þjóðgarðinum á Þingvöllum sem er partur af Gullna hringnum. Það er fullt af fallegum hlutum þar í kring, m.a. gönguleiðir í gegnum sögu landsins.
-
-
Í hverju á ég að vera? Þarf ég að kaupa föðurland?
-
Það er best að mæta á Silfru nú þegar klædd í föðurlandið og ullarsokkana þar sem það er ekki mikið pláss til að skipta um föt á Silfru. Ef þú átt ekki föðurland er líka allt í góðu að klæðast bara einhverju hlýju, þröngu og mjúku. Eins og t.d. leggings, jóga buxur, hlaupabuxur, langermabolur eða þunna peysu. Hettupeysur og gallabuxur er ekki besti kosturinn.
-
Skoðaðu fleiri spurningar
Þú gætir haft áhuga á þessu
Við notum vefkökur ('cookies') til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar og súkkulaðikökur til að bæta upplifun þína á ferðum með okkur. Með því að halda áfram að nota þessa vefsíðu ert þú að sammþykkja notkun á vefkökum eins og fram kemur í okkar Persónuupplýsingar.