
Snorkl í Silfru & Laugarvatn Fontana
Jökulvatn og náttúrulaug á sama degi
Allt í einni ferð!
Upplifðu jökulvatn og náttúrulaug í sömu ferð.
Vissir þú að allir geta snorklað sem kunna að synda. Snorklarar þurfa engin réttindi. Aldurstakmark er 12 ára. Snorklarar fá þykkan undirgalla og þurrbúning þannig að fólk er hlýtt og þurrt á meðan á snorklinu stendur.
Þessi snorkl ferð með DIVE.IS var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019.
Silfra er einn vinsælasti viðkomustaður á Íslandi. Silfra er þeim eiginleikum gædd að vera með einstaklega tært vatn þar sem þú hefur allt að 100 metra skyggni. Undir yfirboðinu leynist dáleiðandi heimur sem á sér engan líkan í heiminum. Silfra liggur á milli tveggja jarðfleka, Norður Ameríkuflekans annarsvegar og Evrasíuflekans hinsvegar. Í Silfru er jökulvatn sem hefur tekið áratugi að síast neðanjarðar í gegnum hraunið sem skilur Þingvelli frá Langjökli. Vegna þessarar síunar er Silfra með einstaklega tært vatn sem gerir okkur kleift að sjá niður á botn frá yfirborðinu.
Dagurinn þinn hefst á bílastæðinu við Sifru þar sem leiðsögumennirnir kynna svæðið fyrir þér og útskýra hvernig ferðin gengur fyrir sig. Þú færð svo þurrbúning og allan annan búnað til að snorkla. Í ferðinni ferðu í gegnum fjögur svæði, Stóru Sprunguna, Salinn, Dómkirkjuna og Lónið, þetta tekur allt um 30 mínútur. Eftir ferðina hjálpar leiðsögumaðurinn þér að klæða þig úr búnaðinum og bíður þér upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Þessi ferð hentar vel fyrir allar tegundir hópa. Hver leiðsögumaður fer með 6 snorklara í einu í vatnið, en við skipuleggjum það þannig með stærri hópa að allir séu að koma upp úr á svipuðum tíma. Við höfum mikla reynslu af því að leiðsegja um Silfru og kunnum að láta hlutina ganga vel fyrir hópa.
Eftir snorkl ferðina er keyrt í um 30 mínútur að Laugarvatn Fontana. Þar getur hópurinn baðað sig í heitum náttúrulaugum með útsýni yfir fallega Laugarvatnið. Þar er einnig í boði að fá sér hádegis- eða kvöldmat. Einnig er hægt að fara í ferð um hverabakaríið þar í kring.
Nánari upplýsingar
-
Við getum sérsniðið þessa ferð að þörfum þínum
-
3 klukkutímar á Silfru og síðan eins lengi og þú vilt í Fontana
-
Í boði daglega allt árið, við finnum tíma sem hentar hópnum þínum
-
Aðeins 6 manns með hverjum leiðsögumanni en við getum farið með marga 6 manna hópa
-
Fríar myndir fylgja öllum hópaferðum
-
Verðið miðast við 10 manns, við finnum rétta verðið ef þú ert með stærri hóp
-
Hafðu samband á dive@dive.is til að bóka hópinn þinn
Vinsamlegast mætið með:
- Föðurland - buxur og bol eða þykk undirföt
- Ullarsokka
- Fatnað sem hentar veðri
- Augnlinsur ef þið notið gleraugu að staðaldri
- Sundföt og handklæði
Í boði á Laugarvatn Fontana fyrir auka gjald:
- Hádegis eða kvöldverðar hlaðborð
- Ferð um hverabakarí
Innifalið í verðinu:
- Leiðsögn í Silfru
- Allur nauðsynlegur búnaður til þess að Snorkla
- Heitt súkkulaði og súkkulaði smákökur eftir ferð
- Silfru gjald (1500 kr á mann)
- Fontana Spa gjald
Ekki innifalið
-Skutl til og frá Silfru (við getum gefið þér tilboð í veitingar og/eða akstur)
Öryggisreglur
Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:-
hafa lesið Snorkeling Silfra Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðina PDF
-
hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að kafa í Silfru ef þú ert 60 ára eða eldri PDF
-
Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu í byrjun ferðar PDF
-
vera minnst 150 cm eða mest 200cm
-
vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg
-
passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar PDF
-
vera 12 ára
-
vera öryggur í vatni og kunna að synda
-
líkamlega og andlega heilbrigðir
-
vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla
-
geta talað ensku
-
ekki vera barnshafandi
Taktu minningarnar með þér heim
You will visit this area
Algengar spurningar
-
Eru alltaf teknar myndir í snorkl ferðunum ykkar?
-
Í stuttu máli er svarið já, hinsvegar getur það komið fyrir að leiðsögumaðurinn þurfi að einbeita sér og hjálpa öðrum þátttakendum og þar af leiðandi þurft að leggja myndavélina til hliðar. Einnig getur verið að myndavélin bili í sumum tilfellum, ef það gerist þá munum við auðvitað endurgreiða fyrir myndirnar ef þú hefur keypt þær.
-
-
Er þurrbúningurinn mjög þröngur?
-
Við notum einungis gæða búnað fyrir bæði snorkl og köfunar ferðirnar okkar.
Þurrbúningar hafa sérstakan líftíma / fjöldi kafana áður en það þarf að skipta honum út fyrir nýjan. Þessi líftími sér til þess að gestir okkar séu ávald í besta búnaðinum, því erum við dugleg að athuga búnaðinn og skipta honum út ef þörf krefst.
Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá réttar stærðir (ss. hæð og þyngd) einstaklinga til þess að geta komið með rétta þurrbúninginn. Ef stærðirnar eru rangar er hætta á því að leiðsögumennirnir komi með rangan búning. Við geymum og meðhöndlum þessar upplýsingar líkt og allar aðrar persónuupplýsingar, ss með fullum trúnaði.
Þessi þurrbúningur er mjög þröngur á úlnliðum og um hálsinn, því er mjög líklegat að finna fyrir óþægindum. Þetta er einfaldlega vegna þröngra innsigla sem sjá til þess að vatnið leki ekki inn á búninginn og haldi viðkomandi þurrum.
-
-
Seljið þið minjagripi?
-
Við bjóðum upp á fjöldan allan af minjagripum tengda Silfru og DIVE.IS. Þar á meðal myndir úr ferðinni, peysur, boli, húfur, póstkort, segla og marg fleira. Þú getur skoðað minjagripina okkar hér. Þú getur annað hvort keypt þá á Silfru eða í bókunarferlinu á heimasíðunni undir Extras.
-
-
Er klósett aðstaða og skiptiklefar á Silfru?
-
Já það eru klósett á Silfru. Hinsvegar eru einungis tvö klósett og því biðjum við ykkur um að nota þau ekki til fataskiptana því það getur skapað langar biðraðir. Við erum með flottan Changing Room bíl þar sem hægt er að hafa fataskipti, einnig eru oft margir aðrir bílar á staðnum sem hægt er að nota til skiptana. Einnig mælum við með að fólk mæti á Silfru nú þegar klædd í föðurland og ullarsokkana sína.
-
-
Má ég taka mína eigin GoPro, myndavél eða síma í ferðina?
-
Auðvitað! Þér er velkomið að koma með þína myndavél og taka myndir í ferðinni. Við mælum með að koma með eitthvað sem hægt væri að festa við þurrbúninginn svo að þú týnir ekki myndavélinni. Við mælum hinsvegar ekki með því að koma með síma í hulstri einfaldlega vegna þess að það er nánast ómögulegt að nota síma með hanskana okkar. Vinsamlegast lestu til um myndavélina og hversu mikið dýpi og kulda hún höndlar. Við tökum enga ábyrgð á týndum eða skemmtum myndavélum í ferðinni.
-
-
Get ég keypt mat á Silfru?
-
Því miður er enginn matur seldur á Silfru. Það er kaffihús á upplýsingamiðstöðinni sem er í 3,5km fjarlægð frá Silfru.
-
-
Má ég nota minn eigin snorkl búnað?
-
Þér er velkomið að koma með þann eigin búnað, þó biðjum við ykkur um að hafa ákveðin atriði í huga. Fitin þurfa að vera með opnum hæl til þess að þau komist yfir stígvélin á þurrbúningnum. Stígvélin eru föst við búninginn og því gætu verið svolítið of stór á þig. Ef þú átt þína eigin neoprene hettu og hanska er þér velkomið að koma með það, gott er að hafa í huga að Silfra er 2-3°C því er lágmark að það sé 7mm og að hanskarnir séu með 3 fingur, þeir eru hlýjastir. Við mælum með því að vera ekki í neinu þynnra en 5mm.
-
-
Get ég verið með skartgripi?
-
Litlir eyrnalokkar, lítil keðju hálsmen og lokkar sem ekki er hægt að taka úr/af eru í lagi. Það eru aðallega armbönd, úr, stór hálsmen og hangandi eyrnalokkar sem að valda vandamálum. Hringar geta einnig valdið erfiðleikum, sérstaklega ef þeir eru með stórum steinum. Við mælum með að taka allt slíkt af svo það skemmist eða týnist ekki.
-
-
Þarf ég að vera syndur til að geta tekið þátt í snorkl ferðinni?
-
Þó svo að þurrbúningarnir hafa sérstakan flotleika þá krefjumst við þess að allir þátttakendur kunni að synda. Þetta er til þess að tryggja öryggi og þægindi gesta. Þú þarft ekki að vera afreksmaður í sundi heldur er þetta aðallalega að vera öruggur í vatni og haldið sér á floti.
-
-
Þarf ég að borga í bílastæði á Silfru?
-
Það þarf að greiða fyrir bílastæði á Þingvöllum, þú greiðir fyrir bílastæði allan daginn með því að fara á www.myparking.is og stimplar inn bílnúmerið. Þannig getur þú skipt um bílastæði innan þjóðgarðsins. Ef það virkar ekki að borga á heimasíðunni er hægt að borga fyrir það á Hakinu á P1. Til að komast að Silfru þarftu að leggja á bílastæði P5 og ganga í 5 mínútur að Silfru.
-
-
Eruð þið með grímur með styrk?
-
Því miður erum við ekki með slíkar grímur, það eru svo margir styrkir sem við myndum þurfa að hafa til staðar. Ef þú notar gleraugu mælum við með augnlinsum þar sem gleraugun pass ekki undir grímuna. Ef þú átt grímu með styrk er þér velkomið að taka hana með.
-
-
Hversu kalt er vatnið í Silfru?
-
Vatnið í Silfru er 2-4°C allan ársins hring.
-
-
Hvernig finn ég Silfru?
-
Silfra er í þjóðgarðinum á Þingvöllum sem er ó um 45-60 mínútna keyrslu frá Reykjavík. Þú getur fundið kortið á miðanum þínum eða HÉR eða einfaldlega skrifa Silfra Diving inn í Google Maps. Ef þú týnist ekki hika við að hringja í skrifstofuna okkar.or simply type Silfra Diving into Google maps.
-
-
Ég er blindur/heyrnalaus, get ég komið í ferð?
-
Þér er velkomið að koma með okkur í ferð, við biðjum þig hinsvegar að koma með einhvern með þér sem er ekki heyrnalaus eða blindur. Þetta er til að tryggja öryggið þitt í ferðinni er gott að hafa einhvern sem er þér kunnugur og þekkir þig og getur átt samskipti við þig. Þetta er mjög mikilvægt því að enginn af leiðsögumönnum okkar kann táknmál. Það væri einnig gott að vita það með fyrirvara með því að senda okkur stuttan póst svo að við getum skipulagt ferðina og séð til þess að ferðin verði sem best.
-
Show all FAQ
Þú gætir haft áhuga á þessu
Við notum vefkökur ('cookies') til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar og súkkulaðikökur til að bæta upplifun þína á ferðum með okkur. Með því að halda áfram að nota þessa vefsíðu ert þú að sammþykkja notkun á vefkökum eins og fram kemur í okkar Persónuupplýsingar.