10% af í september

diver-approaching-in-pool

PADI Þurrbúninganámskeið

Betra er að vera þurr og heitur en blautur og kaldur

Lærðu að kafa í þurrbúningi!

Ísland er svo fallegt og fullt af ólíkum köfunarstöum, þó eiga flestir þessir staðir sameiginlegt að þar er vatnið eða sjórinn heldur kalt.

Að kafa í köldu vatni krefst öðruvísi búnaðs og þekkingar, þar er oftar en ekki notað þurrbúninga sem heldur köfurum þurrum. Í því felst ákveðin flottækni og færni til að stjórna loftinu sem berst inn í búninginn með sérstakri slöngu.

DIVE.IS býður upp á PADI Þurrbúninganámskeið þrisvar í viku og leggur áherslu á gæði, öryggi, skemmtun og skilvirka kennslu á þurrbúningum með sérstökum þurrbúninga köfunarkennurum.

Það er gott að hafa í huga að þrátt fyrir skemmtun getur þetta námskeið verið líkamlega erfitt og inniheldur tvær kafanir í köldu íslensku vatni.

Athugið að þetta námskeið er ekki gert í Silfru, þar gilda reglum um að kafara þurfa að vera nú þegar með þurrbúningaréttindi. Ef þig langar að kíkja í Silfru líka erum við með sérstakan 2 daga pakka þar sem þú tekur námskeiðið á fyrsta degi og ferð síðan í Silfru á degi tvö.

Vinsamlegast athugið að myndavélar eru ekki leyfðar á námskeiðum samkvæmt PADI stöðlum.

Fyrir nánari upplýsingar um þurrbúningaköfun kíkið á þessa síðu http://www.drysuitdiving.org

Nánar um köfunarnámskeiðið

Frá ISK 58.980 ISK 53.481

Vinsamlegast mætið með:

 • Köfunarréttindin þín (PADI Open Diver Water eða sambærilegt)
 • Eyðublað sem sýnir að þið hafið lokið PADI Dry Suit Elearning
 • Föðurland - buxur og bol eða þykk undirföt
 • Ullarsokka
 • Fatnað sem hentar veðri

Innifalið:

 • Köfunar leiðbeinandi (e. Dive Instructor)
 • Sundlaugaræfingar
 • Tvær kafanir á námskeiðinu
 • PADI útskriftargjald
 • Allur nauðsynlegur köfunarbúnaður
 • Far í námskeiðið og heim
 • PADI Dry Suit Elearning
 • Heitt súkkulaði og súkkulaði smákökur eftir ferð

Öryggisreglur

Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:
 • Vera kafarar með PADI Open Water kafara réttindi eða sambærileg réttindi

 • hafa lesið Diving Silfra Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðin PDF

 • hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að kafa í Silfru ef þú ert 60 ára eða eldri PDF

 • Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsinguna okkar í byrjun ferðar PDF

 • vera minnst 150 cm eða mest 200cm

 • vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg

 • passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar PDF

 • vera 17 ára (undirskrift frá forráðamanni nauðsynleg fyrir þá sem eru yngri en 18 ára)

 • líkamlega og andlega heilbrigðir

 • geta talað ensku

 • vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla

 • ekki vera barnshafandi

10% afsláttur af námskeiðum í september með kóðanum KAFASILFRASEPT á greiðslusíðunni. Þú getur notað Ferðagjöfina upp í námskeiðskostnað með því að stimpla inn númerið á strikamerkinu inn í GIFT CARD flipann.

Loading...
Loading...
 • visa.png
 • mastercard.png
 • american-express.png
 • jcb.png
 • discover.png
 • diners-club.png
 • wechat-pay.png
 • alipay.png

Þú gætir haft áhuga á þessu

Sjáðu hvernig námskeiðið er

Loading YouTube Player...

Algengar spurningar

Þú gætir haft áhuga á þessu