
Köfun í Silfru og hvalaskoðun
Stórkostleg upplifun
Köfun í Silfru og hvalaskoðun
Sumarið á Íslandi er tilvalið til að nýta daginn, því er köfunarferð í Silfru og hvalaskoðun tilvalin ferð!
Við byrjum daginn á því að sækja þig og keyra á Þingvelli til að kafa hina frægu Silfru. Eftir köfunina keyrum við þig á höfnina í Reykjavík til að fara í hvalaskoðun með Elding.
Þér er velkomið að koma á þínum eigin bíl á Þingvelli og svo keyra á höfnina í Reykjavík.
Í hvalaskoðuninni sjáum við allskonar tegundir hvala sem skilja eftir sig fallegar öldur. Einnig verður farið hring í kring um litlar eyjar til að sjá fallega fugla, þar á meðal Lundann.
Við bjóðum einnig upp á það að skipuleggja ferðirnar með snorklurum og þeim sem vilja einungis fara í hvalaskoðun.
Einig er hægt að kaupa minjagripi með bókuninni undir "Extras". Ef minjagripurinn sem þú sækist eftir er ekki til staðar endilega hafðu samband eða skildu eftir skilaboð í bókuninni þinni.

Amazingly clear (and cold) - a must do for any diver!
"A must do for any diver!" like I said in the title. Glacial water filtered through 100km of lava for 100 years before getting to Silfra, and swimming between two tectonic plates... what's not to like? Not deep at all, and no sealife to speak of, but a magical experience.
That said, a lot of the enjoyment is the novelty value there, with the drysuit and the sheer water temperature, especially for a tropical diver like me.
Our dive master Michal (pronounced like Mi Hao) was excellent, and took fantastic photos! I would recommend him to anyone.
I didn't do a drysuit course... as it turned out, it really wasn't necessary. Michal and the others kept us warm (enough) and safe.
(I would also recommend you book it together with a whale watching excursion in the afternoon, as we did... nothing guaranteed, of course, but we smelled a (stinky) Minke and then saw an amazing Humpback up really REALLY close!)

Nánari upplýsingar
-
Daglegar ferðir 1.júní - 31.ágúst
-
10+ klukkutímar
-
Aðeins 3 kafarar með hverjum leiðsögumanni
-
Fleiri þátttakendur verða í hvalaskoðuninni
-
Lágmark 2 kafarar. Við endurgreiðum þér að fullu ef lágmarksfjölda er ekki náð
-
Finnurðu ekki ferð á dagsetningu sem hentar þér? Hafðu samband á dive@dive.is og við skoðum málið
Vinsamlegast mætið með:
- Köfunarréttindin þín (PADI Open Diver Water eða sambærilegt)
- Staðfestingu á þurrbúnningaréttindum eða 10 skráðar kafanir í þurrbúning innan 2 ára frá dagsetningu ferðar
- Föðurland - buxur og bol eða þykk undirföt
- Ullarsokka
- Fatnað sem hentar veðri
Innifalið:
- Sótt/skult úr Reykjavík
- Köfunar leiðbeinandi (e. Dive Instructor)
- Allur nauðsynlegur köfunarbúnaður
- Heitt súkkulaði og súkkulaði smákökur eftir ferð
- 1 köfun og hvalaskoðunarferð
Brottfarir:
Vinsamlegast skoðið dagatalið hér til hægri.
Öryggisreglur
Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:-
Vera kafarar með PADI Open Water kafara réttindi eða sambærileg réttindi
-
hafa þurrbúningaréttindi og eina skráða köfun í þurrbúningi innan 2 ára frá ferð í Silfru eða 10 skráðar kafanir í þurrbúning innan 2 ára frá köfun í Silfru, sem þarf að staðfesta með skriflegri sönnun frá köfunar leiðbeinanda (e. diving instructor) PDF
-
hafa lesið Diving Silfra Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðina. PDF
-
hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að kafa í Silfru ef þú ert 60 ára eða eldri PDF
-
Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsinguna okkar í byrjun ferðar PDF
-
vera minnst 150 cm eða mest 200cm
-
vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg
-
passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar PDF
-
vera 17 ára (undirskrift frá forráðamanni nauðsynleg fyrir þá sem eru yngri en 18 ára)
-
líkamlega og andlega heilbrigðir
-
vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla
-
geta talað ensku
-
ekki vera barnshafandi
Þú getur notað Ferðagjöfina hjá okkur, þú setur einfaldlega inn gjafakóðann þinn á Greiðslusíðunni.
Taktu minningarnar með þér heim
Þú munt kafa hér
Heimilisfang
Silfra
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
801 Selfoss
Elding Hvalaskoður
Ægisgarður
101 Reykjavík
Algengar spurningar
-
Get ég keypt mat á Silfru?
-
Því miður er enginn matur seldur á Silfru. Það er kaffihús á upplýsingamiðstöðinni sem er í 3,5km fjarlægð frá Silfru.
-
-
Hvernig greiði ég fyrir myndirnar?
-
Þú getur greitt fyrir myndirnar með korti eða pening á Silfru hjá leiðsögumanni þínum. Þú getur líka keypt það í bókunarferlinu og einnig er hægt að kaupa það eftirá með tölvupósti.
-
-
Ég er að kafa og vinur minn vill snorkla á sama tíma, er það hægt?
-
Auðvitað! Köfunar- og snorkl ferðirnar okkar eru á sama tíma þannig þú velur ferðir sem eru tímasettar saman. Ef ykkur vantar far úr bænum getið þið bókað það saman og við sækjum ykkur á sama bílnum. Vinsamlegast athugið að ekki allar ferðirnar okkar bjóða upp á akstur. Þið verðið hins vegar skipt niður í ólíka hópa með ólíka leiðsögumenn en annars verðið þið saman allan tímann. Þjóðgarðurinn leyfir ekki snorklurum að vera fyrir ofan kafara út af öryggisaðstæðum og því farið þið ekki ofaní vatnið á sama tíma.
-
Skoðaðu fleiri spurningar
Þú gætir haft áhuga á þessu
Við notum vefkökur ('cookies') til að bæta upplifun þína á vefsíðu okkar og súkkulaðikökur til að bæta upplifun þína á ferðum með okkur. Með því að halda áfram að nota þessa vefsíðu ert þú að sammþykkja notkun á vefkökum eins og fram kemur í okkar Persónuupplýsingar.