Á Akureyri

Diver at the top of big Strýtan behind the halo- & thermocline

Kafað að Strýtunni

Eina hverastrýtan í heiminum sem hægt er að kafa að

Einstök köfunarferð!

Strýtan er hverastrýta rétt út fyrir Akureyri á litlum bæ sem kallast Hjalteyri. Þetta er eina strýtan sem við vitum að sé aðgengileg fyrir kafara að skoða og algjörlega einstök upplifun!
Þessi ferð er á vegum Strýtan sem er köfunarfyrirtæki á Hjalteyri sem Erlendur Bogason rekur, hann veit allt um Strýtuna og Arnarnesstrýturnar! Þar finnurður 79°C heitt vatnið streyma út um strýturnar ásamt því að hitta allskonar dýr, þar á meðal vinkonu okkar Stefaníu.
Þessi köfunarferð er einnig í boði í 5 daga og 10 daga ferðunum okkar, við mælum með að þið skoðið það!

Nánari upplýsingar

 • Allt árið, daglegar ferðir

 • 6-8 klukkutímar

 • Lágmark 1 kafari með hverjum leiðsögumann

 • Hámark 3 kafarar með hverjum leiðsögumanni

Frá ISK 40.000

Vinsamlegast mætið með:

 • Köfunarréttindin þín (PADI Advanced eða sambærilegt)
 • Staðfestingu á þurrbúnningaréttindum eða 10 skráðar kafanir í þurrbúning innan 2 ára frá dagsetningu ferðar
 • Fatnað sem hentar veðri
 • Föðurland - buxur og bol eða þykk undirföt
 • Ullarsokka

Innifalið:

 • Sótt/skutl á Akureyri
 • Köfunar leiðbeinandi (e. Dive Instructor)
 • Allur nauðsynlegur köfunarbúnaður
 • 2 kafanir

Ekki innifalið:

 • Matur

Brottfarir:

Vinsamlegast skoðið dagatalið hér til hægri.

Öryggisreglur

Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:
 • Vera kafarar með PADI Advanced kafara réttindi eða sambærileg réttindi

 • hafa þurrbúningaréttindi og eina skráða köfun í þurrbúningi innan 2 ára frá ferð í Silfru eða 10 skráðar kafanir í þurrbúning innan 2 ára frá köfun í Silfru, sem þarf að staðfesta með skriflegri sönnun frá köfunar leiðbeinanda (e. diving instructor) PDF

 • hafa lesið Diving Silfra Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðina. PDF

 • hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að kafa í Silfru ef þú ert 60 ára eða eldri PDF

 • Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsinguna okkar í byrjun ferðar PDF

 • vera minnst 150 cm eða mest 200cm

 • vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg

 • passa í búning sem er á stærðartöflunni okkar PDF

 • vera 17 ára (undirskrift frá forráðamanni nauðsynleg fyrir þá sem eru yngri en 18 ára)

 • líkamlega og andlega heilbrigðir

 • geta talað ensku

 • ekki vera barnshafandi

Þú getur notað Ferðagjöfina hjá okkur, þú setur einfaldlega inn gjafakóðann þinn á Greiðslusíðunni.

 • visa.png
 • mastercard.png
 • american-express.png
 • jcb.png
 • discover.png
 • diners-club.png
 • wechat-pay.png
 • alipay.png

Þú munt kafa hér

Strýtan Dive Center

601 Akureyri

Open in Google Maps

Algengar spurningar

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu