Rómantísk helgarferð

mini-break-golden-circle.jpg

Gullin helgi á Geysi

Lúxushelgi með snorkli í Silfru, Laugarvatn Fontana Spa, kvöldverði og hótelgistingu fyrir tvo á Hótel Geysi

Komdu ástinni þinni á óvart í vetur

Í þessari lúxus helgarferð munið þið:

 • Snorkla í Silfru með DIVE.IS
 • Slaka á í Laugarvatn Fontana Spa
 • Gista í Deluxe herbergi á Hótel Geysi í Haukadal
 • Ísköld Piccini Prosecco inni á herbergi við komu
 • Njóta þriggja rétta kvöldverðar að hætti kokksins
 • og morgunverðar morguninn eftir

Silfra er einn af fallegustu snorkl og köfunarstöðum í heiminum og mikil upplifun að snorkla þar. Snorkl er fyrir alla sem kunna að synda, þið þurfið engin réttindi. Þið snorklið í þurrgalla og hlýjum undirgalla sem heldur líkamanum þurrum og heitum.

Allir viðkomustaðirnir eru á gullna hringnum þannig að það er upplagt að spóka sig um á Þingvöllum og kíkja á Gullfoss og Geysi í leiðinni.

Smáatriðin:
Við hittum ykkur á Silfru fyrir snorkl ferðina. Hún byrjar kl 10 og best að vera komin ca 15 mínútum fyrr á Silfru. Snorklið tekur um 2 og hálfan tíma, þar af eruð þið í 30-40 mínútur í vatninu. Eftir snorklið er upplagt að rölta um þjóðgarðinn. Þegar þið eruð tilbúin haldið þið förinni áfram á Laugarvatn, nánar tiltekið á Laugarvatn Fontana. Þið getið slakað á í gufuböðunum og heitu pottunum eins lengi og þið viljið, ekki verra að hoppa aðeins í sjálft Laugarvatn líka. Því næst er haldið á Hótel Geysi, þar sem ísköld flaska af Piccini Prosecco bíður ykkar inni á Deluxe herberginu. Hægt er að kíkja á Strokk áður en þið njótið 3 rétta kvöldverðar á einum af fallegu veitingastöðum Hótel Geysis. Daginn eftir getið þið notið morgunverðarhlaðborðs áður en þið klárið Gullna hringinn eða haldið heim á leið.

Ef þið hafið áhuga á að gista fleiri nætur getum við bókað það fyrir ykkur (með fyrirvara um að það sé ekki uppbókað á hótelinu).

Komdu ástinni þinni á óvart í vetur með rómantískri helgi á gullna hringnum.
Einnig er hægt að gefa pari þessa upplifun í formi gjafabréfs.

Nánari upplýsingar

 • 1.september - 30. apríl. Finnurðu ekki ferð á dagsetningu sem hentar þér? Hafðu samband á dive@dive.is og við skoðum málið

 • Hægt að bóka föstudag- sunnudags

 • 2,5 klt. á Silfru, eins lengi og þú vilt í Fontana. Kvöldverður og gisting á Hótel Geysi, morgunmatur daginn eftir

 • Aðeins 6 manns með hverjum leiðsögumanni

 • Lágmark 3 snorklarar. Við endurgreiðum þér að fullu ef lágmarksfjölda er ekki náð

 • Smelltu hér til að kaupa þessa ferð sem gjafabréf!

 • Verð á mann aðeins 37.245 kr.

Frá ISK 74.490

Vinsamlegast mætið með:

 • Föðurland - buxur og bol eða þykk undirföt
 • Ullarsokka
 • Fatnað sem hentar veðri
 • Augnlinsur ef þið notið gleraugu að staðaldri

Innifalið í verðinu:

 • Leiðsögn um Silfru
 • Allur nauðsynlegur búnaður til þess að Snorkla
 • Heitt súkkulaði og súkkulaði smákökur eftir ferð
 • Silfru gjald (1500 kr á mann)
 • Aðgangur að Laugarvatn Fontana böðunum
 • Deluxe herbergi á Hótel Geysi
 • 3 rétta kvöldverður að hætti kokksins á Hótel Geysi
 • Morgunverður á Hótel Geysi

Öryggisreglur

Öryggisins vegna þurfa allir farþegar að:
 • hafa lesið Snorkeling Silfra Heilsufarsyfirlýsinguna, fyllt hana út og skrifað undir áður en farið er í ferðina PDF

 • hafa fengið undirskrift læknis um að þú sért hæfur til þess að kafa í Silfru ef þú ert 60 ára eða eldri PDF

 • Skrifa undir ábyrgðaryfirlýsingu í byrjun ferðar PDF

 • vera minnst 150 cm eða mest 200cm

 • vera minnst 45kg og ekki þyngri en 120kg

 • passa í þurrbúning sem er á stærðartöflunni okkar PDF

 • vera 12 ára og að minnsta kosti 45kg

 • vera öruggur í vatni og kunna að synda

 • líkamlega og andlega heilbrigðir

 • vera tilbúnir að klæðast þröngum og jafnvel hamlandi þurrgalla

 • geta talað ensku

 • ekki vera barnshafandi

 • visa.png
 • mastercard.png
 • american-express.png
 • jcb.png
 • discover.png
 • diners-club.png
 • wechat-pay.png
 • alipay.png

Upplifðu ferðina

Loading YouTube Player...

Viðkomustaðir

Snorkl í Silfru

Thingvellir National Park
801 Selfoss

Slökun í Laugarvatn Fontana

Hverabraut 1
840 Laugarvatn

Kvöldverður og gisting á Hótel Geysi

Geysir
801 Haukadalur

Open in Google Maps

Algengar spurningar

Þú gætir haft áhuga á þessu