Fyrir ævintýragjarna

utlandapakkinn2.jpg

Útlandapakkinn

Lærðu bóklega hlutann heima, kláraðu kafanir erlendis

Útlanda pakkinn

Gerðu fríið þitt enn betra!

DIVE.IS er fyrsti og eini fimm stjörnu köfunarskólinn á Íslandi sem býður upp á fjöldan allan af flottum námskeiðum! Því er tilvalið að byrja fríið snemma og undirbúa sig heima fyrir spennandi suðræna köfun!

Þessi útlanda pakki er einstakt tækifæri til að gera fríið ennþá betra! Í þessum pakka klárar þó bóklega hlutann með sérstöku PADI Elearning ásamt því að gera allar æfingar með okkur í sundlaug. Að því loknu getur þú svo farið erlendis og klárað fjórar Open Water kafanir í hlýjum og litríkum sjó. Með því að klára bóklega hlutann á heimasíðu PADI hefur þú eitt ár til þess að klára verklega hlutann, því er þetta tilvalið til að krydda upp fríið.

Ef þú ákveður eftir námskeiðið að þú vilt klára að ná þér í PADI köfunarréttindi með Dive.is hérna heima er þér velkomið að koma í Almenna pakkann hjá okkur og borga bara verðmuninn. Við erum með bæði sumar og vetrar námskeið, hér má sjá yfirlit yfir öll byrjendanámskeið.

Svona er námskeiðið sett upp
Farið er yfir eftirfarandi köfunaræfingar:
• Heimur undirdjúpanna
• Köfunarbúnaður
• Köfunarfélaga kerfi
• Köfunarumhverfið
• Samskipti
• Köfunarplan
• Áhættustýring köfunar
• Köfunar-töflur
• Köfunar-tölvur
• Ratvísi

Til þess að geta tekið þátt í þessum æfingum í sundlauginni þurfi allir þátttakendur að hafa lokið Elearning á PADI heimasíðunni. Þar eru myndbönd, stuttar kannanir og lokapróf sem að er byggt upp þannig að hver og einn nemandi getur gert þetta á sínum hraða og þarf ekki að ljúka öllu í einu.

Þegar að nemendur mæta í sundlaugina mun leiðbeinandinn renna yfir bóklega hlutann lauslega áður en við skellum okkur í laugina. Þar munum við gera svokallaðar Confined Water Dives og eru þær fimm talsins. Einnig mun leiðbeinandinn biðja þig um að synda 200 metra og fljóta í 10 mínútur.

Að þessu loknu mun leiðbeinandinn skrifa undir eyðublað sem segir að þú hafir lokið fyrri hluta námskeiðsins og getur því klárað námskeiðið erlendis.

Stéttarfélag og aðrir möguleikar:
Flest stéttarfélög greiða námskeiðið að hluti til. Við hvetjum þig til að kanna þín réttindi.
Ef þú ert nemandi, getur námskeiðið talist sem einingar til lokagráðu.

Nánar um köfunarnámskeiðið

 • Apríl - október. Þetta námskeið gæti verið í boði á öðrum tímum ársins, endilega hafðu samband við okkur til að kanna málið.

 • Námskeiðið tekur einungis einn dag í sundlaug þar sem verður farið yfir æfingar í 5 köfunum. Þetta tekur allt að 4-5 klukkustundir.

 • Að minnstu kosti 3 þátttakendur og í mesta lagi 4 þátttakendur á hvern kennara.

 • Smelltu hér til að kaupa þetta námskeið sem gjafabréf!

Frá ISK 34.990

Innifalið:

 • Leiðbeinandi með PADI réttindi
 • Allur útbúnaður
 • PADI Open water E-learning rafrænt námskeið
 • Sundlaugakostnaður
 • Verðið inniheldur PADI eLearning registration fee, sem er greitt beint til PADI. Þetta gjald er um það bil 20.000 kr.
 • Aukakennsla er ekki innifalin

Mikilvægar upplýsingar:

 • Þú klárar öll ,,Knowledge Development" og próf á netinu á eigin hraða heima áður en þú kemur á námskeiðið og ferð svo í gegnum upprifjun með kennaranum áður en þú ferð í laugina.

Stéttarfélag og aðrir möguleikar:

 • Flest stéttarfélög greiða námskeiðið að hluti til. Við hvetjum þig til að kanna þín réttindi.
 • Ef þú ert nemandi, getur námskeiðið talist sem einingar til lokagráðu.

Öryggisreglur

 • vera að minnsta kosti 17 ára (undirskrift lögráðanda ef þáttakandi er undir 18 ára)

 • vera í góðu líkamlegu formi

 • kunna að synda og líða vel í vatni

 • geta talað ensku

 • ekki vera barnshafandi

 • fylla út PADI Medical Statement

Þú getur notað Ferðagjöfina upp í námskeiðskostnað með því að stimpla inn númerið á strikamerkinu inn í GIFT CARD flipann.
Flest stéttarfélög greiða námskeiðið að hluti til. Við hvetjum þig til að kanna þín réttindi.

Loading...
Loading...
 • visa.png
 • mastercard.png
 • american-express.png
 • jcb.png
 • discover.png
 • diners-club.png
 • wechat-pay.png
 • alipay.png

Algengar spurningar

Þú gætir haft áhuga á þessu